Vesturgata 14
Verknúmer : BN019415
3476. fundur 1999
Vesturgata 14, Lagt fram bréf
Lögð fram bréf umsækjenda dags. 12. júní 1999 og 5. júlí 1999 vegna óska um fyllri rökstuðning á synjun byggingarnefndar um byggingarleyfi vegna Vesturgötu 14 á fundi byggingarnefndar þann 10. júní 1999.
Jafnframt lagður fram rökstuðningur fyrir synjun:
Umsókn uppfyllir ekki gr. 96.4 um frágang á veggjum og gólfi né gr. 99.1 um hljóðeinangrun, hitaeinangrun og rakaeinangrun samkvæmt 8. kafla, gr. 173.1 varðandi lofthljóð milli íbúða, gr. 174.1 um högghljóð og gr. 180.3 um einangrun og annan frágang sem snýr að raka- og vindvörn ásamt loftþéttleika.
Stök íbúðarherbergi skulu vera innangeng úr húsinu.