Hamrahlíð 17

Verknúmer : BN019031

96. fundur 1999
Hamrahlíð 17 , stækkun matsalar á 2. hæð
Sótt um leyfi til að byggja við matstofu á norðvesturhorni annarar hæðar hússins á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð. Viðbyggingin verður gerð úr steinsteypu og áferð sem mest í samræmi við eldri byggingu. Jafnframt er óskað eftir fresti til að skrá elsta hluta hússins og að bílastæðauppgjöri verði frestað þar til erindi umsækjanda um lóðarstækkun hefur hlotið afgreiðslu.
Stærðir: Viðbygging á 2. hæð 62 ferm., 229 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 12.542
Erindinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 10. júní 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 14. júní 1999, bréf umsækjanda dags. 4. ágúst 1999, afrit af bréfi umsækjanda til Borgarráðs dags. 4. ágúst 1999 með skýringarmyndum.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Greiða skal fyrir 1,8 bílastæði í fl. IV kr. 941.388
Frestur til að skila skráningartöflu er gefinn til 1. maí 2000.


92. fundur 1999
Hamrahlíð 17 , stækkun matsalar á 2. hæð
Sótt um leyfi til að byggja við matstofu á norðvesturhorni annarar hæðar hússins á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð. Viðbyggingin verður léttbyggð og klædd að utan með sléttum plötum úr áli eða öðru efni.
Stærðir: Viðbygging á 2. hæð 62 ferm., 229 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 12.542
Erindinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 10. júní 1999 og útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 14. júní 1999.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


90. fundur 1999
Hamrahlíð 17 , stækkun matsalar á 2. hæð
Sótt er um leyfi til að reisa óupphitað skýli fyrir sorpgáma framan við húsið nr. 17 við Hamrahlíð. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja við matstofu á norðvesturhorni annarar hæðar.
Stærðir: Sorpskýli 82,6 ferm., 272,7 rúmm. Viðbygging á 2. hæð 62 ferm., 229 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 12.542
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vísað til skipulags- og umferðarnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu.