Stórhöfði 29-31
Verknúmer : BN018624
3470. fundur 1999
Stórhöfði 29-31, Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða atvinnuhús úr steinsteypu, einangrað að utan og klætt með álplötum á lóðinni nr. 29-31 við Stórhöfða.
Stærð: Hús nr. 29 verslun 1. hæð 900,4 ferm., 2. hæð skrifstofur 438,4 ferm., 3. hæð 433,5 ferm., 4. hæð 209,2 ferm., samtals 1981,5 ferm., 8341,9 rúmm. Hús nr. 31 verslun 1. hæð 1206,7 ferm., 2. hæð skrifstofur 591,5 ferm., 3. hæð 433,5 ferm., 4. hæð 209 ferm., samtals 2440,9 ferm., 10321 rúmm., á lóð samtals 4422,4 ferm., 18662,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 466.573
Bréf frá Borgarskipulagi dags. 6. apríl 1999, bréf hönnuðar dags. 7. apríl 1999, yfirlýsing vegna sameiginlegs frágangs á lóðamörkum 25-27 og 29-31 dags. 8. apríl 1999 og yfirlýsing vegna vottunar á einingum ódags. fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3469. fundur 1999
Stórhöfði 29-31, Atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða atvinnuhús úr steinsteypu, einangrað að utan og klætt með borðaklæðningu og lituðu bárustáli á lóðinni nr. 29-31 við Stórhöfða.
Stærð: Hús nr. 29 verslun 1. hæð 900,4 ferm., 2. hæð skrifstofur 438,4 ferm., 3. hæð 433,5 ferm., 4. hæð 209,2 ferm., samtals 1981,5 ferm., 8341,9 rúmm. Hús nr. 31 verslun 1. hæð 1206,7 ferm., 2. hæð skrifstofur 591,5 ferm., 3. hæð 433,5 ferm., 4. hæð 209 ferm., samtals 2440,9 ferm., 10321 rúmm., á lóð samtals 4422,4 ferm., 18662,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 466.573
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.