Naustabryggja 24-26, Básbryggja 19-21
Verknúmer : BN018607
3469. fundur 1999
Naustabryggja 24-26, Básbryggja 19-21, Fjölbýlishús m. 13 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þrettán íbúðum, einangrað að utan og klætt með báruðum álplötum, á lóðinni nr. 24-26 við Naustabryggju og nr. 19-21 við Básbryggju.
Stærð: 1. hæð 547,3 ferm., 2. hæð 530,5 ferm., 3. hæð 530,5 ferm., geymsluloft 96,5 ferm., samtals 1704,8 ferm., 4974,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 124.363
Bréf frá Björgun dags. 3. mars 1999 og bréf hönnuðar dags. 13. mars 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Byggingarnefnd bókaði:
Framlagðar teikningar Björns Jóhannessonar, arkitekts hafa verið skoðaðar af arkitektum embættisins og standast þær kröfur byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
Hins vega hafa komið fram athugasemdir um planlausnir íbúðanna og telur byggingarnefnd að steyptur kjarni í miðju íbúðanna sé of yfirþyrmandi til þess að góð planlausn náist fram. Um þetta mál er ágreiningur á milli byggingarnefndar og arkitekts hússins. Það er hvorki hlutverk né vilji byggingarnefndar að taka að sér hönnun á þeim tillögum sem fyrir liggja, heldur hefur nefndin reynt að vera ráðgefandi í ljósi mikillar reynslu sem til staðar er hjá embættinu. Telji hönnuður sig vita betur og haldi sig innan ramma byggingarreglugerðar gera þeir það að sjálfsögðu á eigin ábyrgð.
Í ljósi þess að húsið uppfyllir kröfur samkvæmt núgildandi byggingarreglugerð telur byggingarnefnd Reykjavíkur að ekki sé stætt á öðru en að samþykkja erindið.