Ártúnshöfði
Verknúmer : BN015699
3436. fundur 1997
Ártúnshöfði , Nýbygging. Olíufélagið hf.
Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínafgreiðslu með hraðbúð og veitingasölu á lóð við Ártúnshöfða.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að rífa söluturn og afgreiðsluhús sem fyrir er á lóðinni.
Stærð: 1. hæð 591 ferm., 2364 rúmm.
Niðurrif 263,7 ferm., 703,9 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 56.429
Erindið var kynnt fyrir nágrönnum með bréfi dags. 29. september 1997, mótmæli hafa borist með bréfi dags. 15. október 1997 frá íbúðareigendum í Álakvísl 1-7, 2-14, 16-22, 24-30 og 32-36. Jafnframt lagt fram bréf Borgarskipulags dags. 7. október 1997, bréf umsækjanda dags. 28. október 1997 og bréf hönnuðar f.h. Olíufélagsins dags. 29. október 1997.
Samþykkt.
Með vísan til bréfs Olíufélagsins dags. 29. október 1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
3434. fundur 1997
Ártúnshöfði , Nýbygging. Olíufélagið hf.
Sótt er um leyfi til þess að byggja bensínafgreiðslu með hraðbúð og veitingasölu á lóð við Ártúnshöfða.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að rífa söluturn og afgreiðsluhús sem fyrir er á lóðinni.
Stærð: 1. hæð 591 ferm., 2364 rúmm.
Niðurrif 263,7 ferm., 703,9 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 56.429
Frestað.
Kynna fyrir eigendum Álakvíslar 1-7, 2-14, 16-22, 24-30 og 32-36.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.