Þönglabakki 1

Verknúmer : BN010072

3383. fundur 1995
Þönglabakki 1, Byggja göngugötu.
Sótt er um leyfi til að byggja yfir göngugötu úr límtré og
polycarkoadplötum á lóðunum nr. 12, 14 og 16 við Álfabakka og 1
- 6 við Þönglabakka.
Flatarmál yfirbyggðrar götu er 1685 ferm., rúmmál götu er 13915
rúmm, opið.
Ennfremur lagt fram bréf frá formanni svæðisf. dags. 06.03.95.
Umsögn skipulagsnefndar, dags. 8. mars 1995 fylgir erindinu.
Jafnframt lagt fram bréf Viðars Ólafssonar, dags. 29.03.1995 og
afrit af bréfi Svæðafélagsins til skipulagsnefndar, dags.
29.03.1995.
Bréf og yfirlýsing Viðars Ólafssonar, fylgja erindinu.
Jafnframt fylgir bréf Haraldar H. Helgasonar f.h. Andlegs
Þjóðarráðs bahá'ía á Íslandi dags. 27.09.95.

Frestað.
Lögð fram bókun Eldvarnaeftirlits Reykjavíkur dags. 14.09.1995.
Nauðsynlegt er að leyfi til að yfirbyggja göngugötu sé háð
eftirfarandi skilyrðum:
1. Gerð verði brunahönnun af öllum byggingum við göngugötuna og
skilað á fomi brunavarnauppdrátta, áður en framkvæmdir hefjast.
2. Framkvæmdaleyfi verði þannig fyrir komið að ekki megi setja
gler í yfirbygginguna, nema að áður sé lokið öllum nauðsynlegum
ráðstöfunum sem brunahönnun kveður á um.
3.Hlíti aðstandendur yfirbyggingar ekki skilmálum, verði
framkvæmdir stöðvaðar skilyrðislaust.
Byggingarfulltrúa falið framhald málsins.