Reykjavíkurborg, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Reykjavíkurflugvöllur, Austurhöfn, Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), Lambhagavegur 23, Austurberg 1, Leiknir, Kjalarnes, Melavellir, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bræðraborgarstígur 10, Bugðulækur 17, Suðurgata 18, Sumargötur 2014, Umhverfis- og skipulagssvið, Hótel- og gistirými, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Gamla höfnin - Vesturbugt, Reitur 1.131, Nýlendureitur,

60. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 26. mars kl. 09:07, var haldinn 60. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Harri Ormarsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140001
1.
Reykjavíkurborg, endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði.
Kynnt endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði.

Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri kynnir.

Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 21. mars 2014.



Umsókn nr. 130234 (01.6)
3.
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti T.ark Tdags. 17. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 20013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Alex Sigurðsson dags. 23. desember 2013, Norðurflug dags. 29. janúar 2014, Kristján Árnason dags. 29. janúar 2014, Edward H. Finnsson dags. 30. janúar 2014, Leifur Magnússon dags. 30. janúar 2014, Örn Karlsson dags, 31. janúar 2014, Bjarni Bærings dags. 31. janúar 2014, Bolli Héðinsson dags. 31. janúar 2014, Erling Jóhannesson dags. 2. febrúar 2014, Júlíus Þórólfsson dags. 2. febrúar 2014, Þorsteinn Kristleifsson dags. 2. febrúar 2014, Kristján Guðmundsson dags. 2. febrúar 2014, Skildingar ehf. dags. 2. febrúar 2014, Flugfélagið Þór dags. 2. febrúar 2014, Sigurlína Magnúsdóttir dags. 2. febrúar 2014, Magnús B. Jóhannsson dags. 2. febrúar 2014, Magnús Brimar Magnússon dags. 3. febrúar 2014, Gunnar Finnsson dags. 3. febrúar 2014, Alfhild Peta Nilsen dags. 3. febrúar 2014, Guðmundur Hjaltason dags. 3. febrúar 2014, Bragi Sigþórsson dags. 3. febrúar 2014, Helgi Rafnsson dags. 3. febrúar 2014, Fél. ísl. einkaflugmanna, Valur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Hjartað í Vatnsmýri dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ingi Jónsson f.h. Flugmálafélags Íslands dags. 3. febrúar 2013, Flugfélagið Geirfugl dags. 3. febrúar 2014, Elísabet Gísladóttir dags. 3. febrúar 2014, Þyrlufélagið ehf. dags. 3. febrúar 2014, Sigurjón Sindrason dags. 3. febrúar 2014, Iceland Aviation ehf. dags. 3. febrúar 2014, Kristinn H. Brynjarsson dags. 3. febrúar 2014, Úlfar Henningsen og Hólmfríður Edda Guðmundsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ásgeirsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf. dags. 3. febrúar 2014, Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Guðjón Ármannsson f.h. Byggábirk dags. 3. febrúar 2014, Arnór Valdimarsson dags. 4. febrúar 2014, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir dags. 4. febrúar 2014, Jón Emil Wessman, dags. 5. febrúar 2014 og Ægir Ib Wessman, dags. 5. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn Samgöngustofu dags. 3. febrúar 2014 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. mars 2014. Jafnframt er kynnt minnisblað skrifstofu sviðsstjóra dags. 24. mars 2014.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.




Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. mars 2014 með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og bókuðu :
"Í samkomulagi Reykjavíkurborgar, innanríkisráðuneytisins og Icelandair var gerð þverpólitísk sátt á milli ríkis og borgar sem og hagsmunaaðila um að setja á laggirnar nefnd sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar. Sú nefnd er enn að störfum og hefur formaður nefndarinnar óskað eftir svigrúmi til að klára þá vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Því er gagnrýnivert að formaður borgarráðs sem og aðrir fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn virðast samt leynt og ljóst enn vinna að þeirri stefnu að byggð muni rísa í Vatnsmýri og með því ýjað að því að niðurstaða nefndarinnar verði virt að vettugi. Til að virða þá tímabundnu þverpólitísku sátt varðandi nefndarvinnuna að framtíðarstaðsetningu flugvallararins greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gegn tillögunni, þar sem ekki er tímabært að skipuleggja svæði sem óvissa ríkir um að þessu leyti. "
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu:
"Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar hefur engin áhrif á reksturs flugvallarins, það er gert sem hluti af samkomulagi Reykjavíkurborgar, Innanríkisráðuneytisins og Icelandair. Það er vandséð hvernig hægt er að túlka atkvæði gegn deiliskipulaginu sem stuðning við þá þverpólitísku sátt sem nú ríkir um framgöngu málsins."
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 130479 (01.11)
4.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. Í breytingunni felst að legu Geirsgötu er breytt þannig að reitur nr. 2 minnkar og reitir nr. 5 og 6 stækka ásamt öðrum minniháttar breytingum, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Batterísins Arkitekta dags. 11. desember 2013 breyttur 21. mars 2014 og sneiðingum Batterísins Arkitekta dags. 11. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 2013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elvar Bjarnason dags. 14. janúar 2014, Stólpar ehf. dags. 27. janúar 2014, Harpa, tónl. og ráðstefnuhús dags. 27. janúar 2014, Seltjarnarnesbær dags. 29. janúar 2014, Seltjarnarnesbær, skipulags- og umferðarnefnd dags. 31. janúar 2014, JP lögmenn fh. Landbakka dags. 1. febrúar 2014, íbúasamtök miðborgar dags. 3. febrúar 2014, íbúasamtök vesturbæjar dags. 6. febrúar 2014, Hilmar Þór Björnsson arkitekt dags. 6. febrúar 2014 og Dennis Davíð Jóhannesson dags. 7. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri og og Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun :
"Umhverfis- og skipulagsráð fagnar breyttu skipulagi á Austurhafnarreitunum. Mikið hefur verið dregið úr uppbyggingarheimildum; hæðir húsanna hafa verið aðlagaðar betur að umhverfinu og gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu eru í samræmi við gildandi rammaskipulag af svæðinu og samgöngustefnu borgarinnar í aðalskipulaginu 2010-2030. Það skal þó áréttað að byggingarmagn á svæðinu er til komið vegna eldri deiliskipulagsáætlana. Hefði ráðið ekki verið bundið af þeim, má vera ljóst að umfangið hefði orðið smærra í sniðum. Ráðið leggur áherslu á að vandað verði til verka þegar kemur að útliti og hönnun bygginganna".
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140007 (01.22.00)
571104-3260 Skúlatún 4 ehf
Bolholti 4 105 Reykjavík
5.
Þórunnartún 4 (áður Skúlatún 4), breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Skúlatúns 4 ehf. dags. 8. janúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 4 við Þórunnartún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt lagfærðum uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 13. mars 2013. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 13. febrúar 2014.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140111 (02.68.41)
010349-2659 Hafberg Þórisson
Lambhagavegur 23 113 Reykjavík
6.
Lambhagavegur 23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hafbergs Þórissonar dags. 17. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands vegna lóðarinnar nr. 23 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst stækkun lóðar til austurs, færsla á byggingarlínum og færsla á eystri aðkomu, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar ark. dags. 17. mars 2014.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 140118 (04.66.78)
7.
Austurberg 1, Leiknir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. mars 2014 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæði Leiknis að Austurbergi 1. Í breytingunni felst að setja niður færanlegt smáhýsi fyrir greiðasölu.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




Umsókn nr. 110517 (31.57)
471103-2330 Matfugl ehf.
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
8.
Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Matfugls ehf. dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst fjölgun alifuglahúsa á lóðinni, skv. uppdrætti dags. 15. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla dags. 15. febrúar 2012. Auglýsing stóð frá 23. apríl til 6. júní 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson dags. 30. maí 2012, Ásgeir Harðarson formaður f.h. Íbúasamtaka Kjalarness dags. 6. júní 2012, Ásgeir Harðarson dags. 6. júní 2012 og Sigríður Pétursdóttir formaður hverfisráðs Kjalarness dags. 6. júní 2012. Einnig er lögð fram bókun frá fundi hverfisráðs Kjalarness þann 14. júní 2012 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. júlí 2012.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. júlí 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. janúar 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. . Í tilefni úrskurðar er málið nú tekið fyrir að nýju.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 9. júlí 2012.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.





Umsókn nr. 45423
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 772 frá 25. mars 2014.








Umsókn nr. 46983 (01.13.421.8)
141069-3309 Skúli Magnússon
Bræðraborgarstígur 10 101 Reykjavík
10.
Bræðraborgarstígur 10, Breyting - hækkun á risi - BN044237
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. janúar 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 23. janúar til og með 20. febrúar 2014. Athugasemdir sendu: Hólmfríður Garðarsdóttir og Guðrún Ara Arason, dags. 20. janúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014.
Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012. Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm. Gjald kr. 9.000

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2014.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.





Umsókn nr. 42993 (01.34.331.8)
090877-3059 Ragnheiður Hauksdóttir
Otrateigur 4 105 Reykjavík
130574-5649 Sævar Smári Þórðarson
Otrateigur 4 105 Reykjavík
11.
Bugðulækur 17, endurnýja handrið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja óleyfishandrið, sbr. erindi BN041643 sem synjað var, á þaki bílskúrs á lóð nr. 17 við Bugðulæk. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar til og með 26. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Kristinsson f.h. húsfélags Rauðalækjar 18 dags. 10. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2014.
Meðfylgjandi er bréf eigenda ódagsett og samþykki meðeigenda dags. 8. maí 2011. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. maí 2011 fylgir erindinu ásamt fyrri umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2011. Gjald kr. 8.000

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.


Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2014.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.




Umsókn nr. 47101 (01.16.120.3)
090856-4219 Stefanía Helga Jónsdóttir
Suðurgata 18 101 Reykjavík
12.
Suðurgata 18, (fsp) - Þrjú bílastæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og staðsetja þrjú bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2014.

Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2014.

Umsókn nr. 140065
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Sumargötur 2014,
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2014 að sumargötum í miðborg Reykjavíkur sumarið 2014.

Pálmi Freyr Randversson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið
Samþykkt

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir og lögðu fram bókun:
"Mikilvægt er að tryggt sé hverju sinni að haft sé samráð við rekstraraðila og íbúa á svæðinu þegar ákvarðarnir um sumargötur eru teknar."
.


Umsókn nr. 140064
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Umhverfis- og skipulagssvið, götu og torgsala
Kynnt tillaga að breytingum á borgarráðssamþykkt um götu og torgsölu dags. 24. mars 2014.

Jóhann Christiansen verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.


Samþykkt
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 140066
15.
Hótel- og gistirými, Tillaga um stefnu fyrir hóteluppbygginu og stofnun stýrihóps.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 12. mars 2014 var lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs:
"Í miðborgarkafla aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030 kemur fram að gera skuli sérstaka stefnu fyrir hóteluppbygginu áður en ráðist verður í gerð hverfisskipulags fyrir miðborgina. Umhverfis og skipulagsráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að vinna þessa stefnu"
Greinargerð fylgir tillögunni.

Umhverfis- og skipulagsráð skipar Björn Axelsson , Harald Sigurðsson og Halldóru Hrólfsdóttur í stýrihóp um Hótel og gistirými.

Umsókn nr. 140053
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16.
Betri Reykjavík, leið 5 fari Árbæinn á kvöldin og um helgar
Lögð fram önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum samgöngur "leið 5 fari Árbæinn á kvöldin og um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt.



Umsókn nr. 140054
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Betri Reykjavík, skoða möguleika á að innleiða Bus Rapid Transit í Strætó
Lögð fram þriðja efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum samgöngur "skoða möguleika á að innleiða Bus Rapid Transit í Strætó" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014.


Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt

Umsókn nr. 140056
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Betri Reykjavík, gangbraut yfir Vatnsmýrarveg og Gömlu Hringbraut
Lögð fram fjórða efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum skipulagsmál "gangbraut yfir Vatnsmýrarveg og Gömlu Hringbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140057
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Betri Reykjavík, slökkva á ljósastaurum í mikilli dagsbirtu
Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "slökkva á ljósastaurum í mikilli dagsbirtu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140058
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Betri Reykjavík, skráning á reiðhjólum og öðrum verðmætum borgarbúa
Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum ýmislegt "skráning á reiðhjólum og öðrum verðmætum borgarbúa" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. mars 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. mars 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140108 (01.0)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
21.
Gamla höfnin - Vesturbugt, kæra 19/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Vesturbugtar.

Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140109
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
22.
Reitur 1.131, Nýlendureitur, kæra 19/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Nýlendureits.

Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra.