Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Hverfisskipulag, Austurhöfn, Reykjavíkurflugvöllur, Ármúli 1, Tryggvagata 13, Úlfarsbraut 16, Þjóðhildarstígur 2-6, Bauganes 40, Reitur 1.172.2, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Umhverfis- og skipulagsráð, Fiskislóð 11-13 og 47, Orkuveita Reykjavíkur, spennistöðvar, Útilistaverk, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Umhverfis- og skipulagssvið, Umhverfis- og skipulagssvið, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Reitur 1.131, Nýlendureitur, Gamla höfnin - Vesturbugt, Mýrargata,

46. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 11. desember kl. 9:13, var haldinn 46. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 6. desember 2013.



Umsókn nr. 130326
2.
Hverfisskipulag, Borgarhlutar 06 - Breiðholt, 05 - Háaleiti-Bústaðir og 08 - Grafarvogur
Kynnt skilagögn ráðgjafateymis hverfisskipulags borgarhluta 06 Breiðholt, borgarhluta 05 Háaleiti-Bústaðir og borgarhluta 08 Grafarvogur fyrir 1. áfanga, verkhluta A sem felur í sér að skipta borgarhlutanum í hverfi og hverfiseiningar, meta núverandi ástand í hverfinu samkvæmt Gátlista um mat á visthæfi byggðar og greina núgildandi deiliskipulagsáætlanir og skilmála.

BH05 Háaleiti- Bústaðir_Afmörkun hverfa.
BH05 Háaleiti- Bústaðir_Gildandi skipulagsáætlanir og skilmálar.
BH05 Háaleiti- Bústaðir_ Greinargerð-drög.
BH05 Háaleiti- Bústaðir_Niðurstöður gátlista.
BH05 Háaleiti- Bústaðir_Niðurstöður samráðsfunda.
BH05 Háaleiti- Bústaðir_Yfirlitskort.

BH06 Breidholt_skipting í hverfi.
BH06 Breiðholt_skipting í hverfiseiningar.
BH06 Breiðholt_Yfirlitsmynd.
BH06 Breiðholt_Beinagrind skipulagsskilmála.
BH06 Breiðholt_Gátlisti um visthæfi.
BH06 Breiðholt_Samantekt af samráðsfundum.

BH08 Grafarvogur_Afmörkun hverfa.
BH08 Afmörkun hverfiseininga.
BH08 Drög að nýjum skilmálum.
BH08 Greinargerð um samráð.
BH08 Greinargerð um skiptingu í hverfi og hverfiseiningar.
BH08 Greining a gildandi dsk og skilmalum.
BH08 Greining um visthaefi og gatlisti.
BH08 Grafarvogur_Skilmálatafla.
BH08 Grafarvogur_Yfirlitsmynd.
Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:16.

Hildur Gunnlaugsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið
Óskar Örn Gunnarsson, Richard Ólafur Briem og Ólöf Kristjánsdóttir ráðgjafateymi borgarhluta 06 Breiðholt kynna.
Ragnhildur Skarphéðinsdóttir fulltrúi ráðgjafateymis borgarhluta 05 Háaleiti- Bústaðir kynnti.
Egill Guðmundsson, Þráinn Hauksson og Kristveig Sigurðardóttir ráðgjafateimi borgarhluta 08 Grafarvogur kynna.


Umsókn nr. 130479 (01.11)
3.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. Í breytingunni felst að legu Geirsgötu er breytt þannig að reitur nr. 2 minnkar og reitir nr. 5 og 6 stækka ásamt öðrum minniháttar breytingum, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta dags. 10. desember 2013.

Deiliskipulagsuppdr. 1.
Deiliskipulagsuppdr. 2.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Sigurður Einarsson arkitekt kynnir tillöguna.
Frestað.



Umsókn nr. 130234 (01.6)
4.
Reykjavíkurflugvöllur, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að endurskoðun deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 28. nóvember 2013. Einnig er lögð fram greinargerð dags. í nóvember 2013.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Halldór Eiríksson arkitekt kynnir
Frestað.




Umsókn nr. 130561 (01.26.14)
561112-2150 Á1 ehf.
Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík
5.
Ármúli 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Á1 ehf dags. 26. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lágmúla, Háaleitisbraut, Ármúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 1 við Ármúla. Í breytingunni felst að færa spennustöð út úr kjallara og koma henni fyrir norð- austanmegin á lóðinni, samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar ark. dags. 20. nóvember 2013.

Gunnar Sigurðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 13:32, Óttarr Guðlaugsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.


Umsókn nr. 130099 (01.11.74)
6.
Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að horfið er frá fyrirhugaðri notkun hússins sem þjónustu-, skrifstofu- og gistihúsi í íbúðarhús eða atvinnurekstur þó ekki hótel eða gistihús, með þjónustu á jarðhæð, stækkun á Borgarbókarsafni Reykjavíkur á suðurhluta lóðarinnar og á öðrum hluta lóðarinnar þjónustu- og verslunarhúsnæði á 1. hæð og möguleika á íbúðum og eða skrifstofum á 2. - 6. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkþings dags. 27. nóvember 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 130565 (02.69.83)
140258-4829 Jónas Guðgeir Hauksson
Þorláksgeisli 11 113 Reykjavík
7.
Úlfarsbraut 16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Jónassonar arkitekts, dags. 28. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals hverfi 4 vegna lóðarinnar nr. 16 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit skv. uppdrætti Teikning.is, dags. 28. nóvember 2013.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Umsókn nr. 130439 (04.11.22)
660304-2580 Gullhamrar veitingahús ehf
Þjóðhildarstíg 2-6 113 Reykjavík
8.
Þjóðhildarstígur 2-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gullhamra ehf. dags. 13. september 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Steinars Sigurðssonar ark. dags. 13. september 2013. Grenndarkynning stóð frá 9. október til 6. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Eigendur að Grænlandsleið 17 - 21 dags. 16. október 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.




Umsókn nr. 130477 (01.67.5)
200171-4469 Elín Eva Lúðvíksdóttir
Bauganes 40 101 Reykjavík
9.
Bauganes 40, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa dags. 11. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skildinganes vegna lóðarinnar nr. 40 við Bauganes. Í breytingunni felst hækkun á þaki samkvæmt uppdrætti Andrésar Narfa Andréssyni dags. 8. október 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. október 2013 til og með 15. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Herdís Hallvarðsdóttir og Gísli Helgason dags. 15. nóvember 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013.




Umsókn nr. 130535 (01.17.22)
630513-1460 Lantan ehf.
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
10.
Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegar 34A og 36 og Grettisgötu 17
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. nóvember 2013 var lögð fram umsókn Lantan ehf. dags. 11. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 Laugavegur, Frakkastígur, Grettisgata, Klapparstígur vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og Grettisgötu 17, samkvæmt uppdr. Arkþings dags. 6. desember 2013. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2013.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 45423
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 759 frá 10. desember 2013.








Umsókn nr. 130003
12.
Umhverfis- og skipulagsráð, viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar
Lögð fram drög að viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavikurborgar nr. 715/2013 um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa.

Breytingar vegna skipulagsfulltrúa
Breytingar vegna byggingarfulltrúa

Frestað.

Umsókn nr. 130290 (01.08.91)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
13.
Fiskislóð 11-13 og 47, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 8. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir lagfærðum gögnum áður en erindi er birt í B-deild Stjórnartíðinda. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lagðir fram lagfærðir uppdrættir dags. 29. nóvember 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2013.

Margrét Þormar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt




Umsókn nr. 130524
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
14.
Orkuveita Reykjavíkur, spennistöðvar, kynning
Kynnt málefni spennistöðva Orkuveitu Reykjavíkur.

Margrét Þormar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 130538
15.
Útilistaverk, bókun menningar- og ferðmálaráðs
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 6. nóvember 2013 vegna svohljóðandi bókunar menningar- og ferðamálaráðs frá 28. október 2013 vegna tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun útilistaverka í eystri hluta borgarinnar: "Menningar- og ferðmálaráð telur það fagnaðarefni að komin sé þverpólitísk samstaða um að list í nærumhverfi íbúa skiptir verulega miklu máli. Í nýsamþykktu aðalskipulagi segir að auka skuli veg listarinnar í daglegu lífi fólks í borgarskipulaginu.Menningar- og ferðamálaráð tekur undir þau sjónarmið enda er það eitt af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar að ásýnd borgarinnar endurspegli skapandi hugsun. Telur menningar- og ferðmálaráð því mikil tækifæri fólgin í að leggja áherslu á listina í hverfisskipulaginu sem nú er í vinnslu.
Ef greindar eru tölur yfir þau 144 listaverk sem borgina prýða má sjá að að meðaltali eru um 3-5 listaverk í hverju hverfi borgarinnar, að undanskildum miðbænum. Í hverfum 105 og 104 eru tölurnar hærri, 105 sökum þess að þar er að finna Ásmundarsafn og 104 þar sem talsvert er af útilistaverkum í Grasagarðinum. Ákveðin sérsjónarmið gilda um miðbæinn líkt og miðbæ hverrar borgar, sem er hjarta höfuðborgarinnar, megináfangastaður borgarbúa og þeirra innlendu og erlendu gesta sem hana sækja. Stefna borgarinnar hefur verið að fjölga útilistaverkum utan miðborgarinnar svo sem tvö ný verk í Breiðholti og sextán verk í Hallsteinsgarði í Grafarvogi bera vitni um.
Jafnframt hefur sviðsstjóra og safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur verið falið að kanna hvaða möguleika við stefnumótun um list í opinberu rými felast samstarfi við umhverfis- og skipulagsráð í tengslum við yfirstandandi vinnu við Hverfaskipulag."
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130570
24.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, greining á aukinni þörf fyrir grunnþjónustu
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 vegna svohljóðandi tillögu sem var samþykkt á fundi borgarstjórnar 26. nóvember s.l.: "Lagt er til að gerð verði greining á aukinni þörf fyrir grunnþjónustu á þéttingarsvæðum og tryggt að innviðir beri fjölgun íbúa. Nauðsynlegt er að innviðir grunnþjónustu nái að sinna aukinni þéttingu á tímabilinu. Gera verður áætlanir um breytingar eða viðbætur, t.d. hvað varðar leikskóla, skóla, frístundir og heilsugæslu, í takt við aukinn íbúafjölda á þéttustu svæðunum. Ekki liggur fyrir slík áætlun og því er lagt til að borgarstjórn samþykki að vísa því til umhverfis- og skipulagsráðs að kortleggja þörf fyrir þjónustu og útfæra framkvæmdaáætlun í samstarfi við önnur svið eftir þörfum."

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.

Umsókn nr. 130571
25.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, bílastæðaréttindi íbúa
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 vegna svohljóðandi tillögu sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 26. nóvember s.l.: "Lagt er til að borgin gæti bílastæðaréttinda núverandi íbúa. Áður en farið er í framkvæmdir við þéttingu í afmörkuðum hverfum er brýnt að borgin gæti að hagsmunum þeirra íbúa og fyrirtækja sem fyrir eru. Nauðsynlegt er að fara í sérstaka skoðun og mótun aðgerða til að tryggja að þeir sem eiga réttmæta kröfu um að fá ekki skerta aðkomu að bílastæðum og hafa greitt gjöld vegna þess fái að njóta þeirra réttinda framyfir þá sem gera það ekki í sama mæli. Sérstaklega verði skoðað hvernig hægt er að nota gjaldskyldu, íbúakort eða önnur slík kerfi til þess. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að vísa því til umhverfis- og skipulagsráðs að útfæra leiðir til að gera aðgerðaáætlun um hvernig hægt er að gæta þessara réttinda áður en framkvæmdir hefjast í viðkomandi þéttingarreitum."

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.

Umsókn nr. 130118
26.
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2013.



Umsókn nr. 130045
27.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í október og nóvember 2013.



Umsókn nr. 130456
33.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 varðandi samþykkt borgarstjórnar 26. s.m. á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130 við aðra umræðu.



Umsókn nr. 130122 (01.13)
34.
Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Nýlendureits, 1.131.
Lögð var fram tillaga Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Borgarráð óskar eftir upplýsingum ráðsins.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 120436 (01.0)
35.
Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Vesturbugtar, gamla höfnin.



Umsókn nr. 130115 (01.13)
36.
Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, tillaga um að falla frá stokklausn við Mýrargötu.