Gönguleiðir skólabarna og vástaðir 2015

Verknúmer : US150105

107. fundur 2015
Gönguleiðir skólabarna og vástaðir 2015, (USK2015040040)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. apríl 2015 varðandi aðgerðir tengdar gönguleiðum skólabarna og vástöðum í Reykjavík árið 2015. Einnig eru lagðar fram tillögur um aðgerðir í umferðaröryggismálum 2015.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins þar sem um gangbrautir er að ræða.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir boka :
"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram tillögur í umhverfis- og skipulagsráði um að Reykjavíkurborg merki gangbrautir með sebrabrautum og skiltum eins og lög og reglugerðir kveða á um. Mikill misbrestur er á að gangbrautir í Reykjavík séu rétt merktar og augljóslega mikið átak framundan til að færa það ástand til betri vegar. Við fögnum því að umhverfis- og skipulagsráð skuli nú taka upp þær öryggisaðgerðir sem við höfum talað fyrir."


Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 11:14, Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti í hennar stað.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 11:37, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum í hans stað.