Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 75, Steinahlíð, Kjalarnes, Esjuhlíðar, Kjalarnes, Esjuberg, Kjalarnes, Saltvík, Austurbakki 2, reitur 1 og 2, Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14, Hverfisgata 106, Háskólinn í Reykjavík, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Söfnunarstaðir ferðamanna, Gönguleiðir skólabarna og vástaðir 2015, Laugavegur 120, Skeifan, Hlemmur, Mjódd, Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, Kirkjustétt, Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, Brúnavegur 3 og 5, Hafnarstræti 19, Kjalarnes, Fitjar, Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, Hverfisskipulag, Árbær 7.4 Norðlingaholt, Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt,

107. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 20. maí kl. 9:05, var haldinn 107. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, Gísli Garðarsson, Stefán Benediktsson , Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svafar Helgason áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 15. maí 2015.



Umsókn nr. 150068 (01.47.0)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
140553-4259 Skúli Jóhann Björnsson
Eikjuvogur 29 104 Reykjavík
2.
Suðurlandsbraut 75, Steinahlíð, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 75 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum um 18 á lóð leikskólans, breyta aðkomu leikskólans á þann veg að öll aðkoma verður frá Gnoðavogi o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. febrúar 2015. Einnig er lagt fram minnisblað deildarstjóra náttúru og garða, dags. 12. janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 9. mars til og með 20. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Einar Traustason dags. 10. mars 2015, Sigurlína R. Óskarsdóttir dags. 13. mars 215, Hverfisráð Laugardals dags. 18. mars 2015, Guðlaugur Einarsson dags. 23. mars 2015, Stefán Þ. Þórsson dags. 31. mars 2015, Jón Kr. Arason dags. 3. apríl 2015, Svavar Heimisson dags. 14. apríl 2015, Ragnar Davíðsson dags. 14. apríl 2015, Svanhildur Skúladóttir dags. 14. apríl 2015, Sigurlín Rósa Óskarsdóttir, Jóhann Gunnlaugsson, Anna S. Garðarsdóttir og Skúli Jóhann Björnsson ásamt undirskriftalista með 165 aðilum móttekið 17. apríl 2015, Árni Jónsson og Kolbrún G. dags. 20. apríl 2015, Harald Kulp og María St. Finnsdóttir dags. 20. apríl 2015, Guðmundur Atli Pálmason og Þórveig Benediktsdóttir dags. 20. apríl 2015, Sigrún Einarsdóttir og Ingólfur R. Ingólfsson dags. 20. apríl 2015, Benedikt Traustason dags. 20. apríl 2015, Anna S. Garðarsdóttir dags. 20. apríl 2015, Berglind Halldórsdóttir dags. 20. apríl 2015, Davíð Hermann Brandt dags. 20. apríl 2015, Donna Kristjana Peters dags. 20. apríl 2015, Skúli Jóhann Björnsson dags. 20. apríl 2015 og Þórhallur Skúlason dags. 20. apríl 2015, Sólrún Óskarsdóttir dags. 20. apríl 2015. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Hildi Steinþórsdóttur dags. 24. apríl 2015.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til að fyrirkomulag bílastæðis og aðkomuleiðir fyrir bílaumferð að Steinahlíð verði endurskoðaðar. Ráðið felur starfsfólki Umhverfis- og skipulagssviðs að vinna nýjar tillögur í samráði við hverfisráð, íbúa í nágrenni og stjórn leikskólans í samræmi við samgöngustefnu aðalskipulags Reykjavíkur.




Umsókn nr. 150248
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
3.
Kjalarnes, Esjuhlíðar, lóð undir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 7. maí 2015 varðandi stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Esjuhlíðar á Kjalarnesi, landnr. 125669 (dreifistöð nr. 527 við Esjuhlíðar) samkvæmt lóðaruppdrætti Argos ehf. dags. 15. desember 2015.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð, að falla frá kynningu þar sem umsóknin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað í borgarráð



Umsókn nr. 150230
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
4.
Kjalarnes, Esjuberg, lóð undir dreifistöð Orkuveitur Reykjavíkur
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 24. apríl 2015 varðandi stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Esjubergs á Kjalarnesi, spilda 7, landnr. 125669 (dreifistöð nr. 200 við Esjuberg) samkvæmt lóðaruppdrætti Argos ehf. dags. 15. desember 2015.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð, að falla frá kynningu þar sem umsóknin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað í borgarráð


Umsókn nr. 150264
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
5.
Kjalarnes, Saltvík, lóð undir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 7. maí 2015 varðandi stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Saltvíkur á Kjalarnesi, landnr. 125744 (dreifistöð nr. 321 í landi Víkur) samkvæmt lóðaruppdrætti Argos ehf. dags. 15. desember 2015.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð, að falla frá kynningu þar sem umsóknin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað í borgarráð


Umsókn nr. 150285
450314-0210 Landstólpar þróunarfélag ehf.
Grófinni 1 101 Reykjavík
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf.
Hvaleyrarbraut 32 220 Hafnarfjörður
6.
Austurbakki 2, reitur 1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Landstólpa Þróunarfélags ehf. dags. 15. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að gólfkótar eru leiðréttir í samræmi við gatnahönnun, samkvæmt uppdr. batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. maí 2015.
uppdráttur 1
uppdráttur 2.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Umsókn nr. 140686 (02.57.83)
501213-1870 Orkuveita Reykjav - Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
7.
Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitur ohf. dags. 17. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að mörkum lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt er breytt og heimildir til uppbyggingar eru skilgreindar. Ný innkeyrsla er áformuð um hringtorg frá Hallsvegi. Einnig er skilgreind lóð fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. maí 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 150163 (01.17.41)
440507-1310 Gunnfánar ehf.
Ármúla 38 108 Reykjavík
620307-0410 Random ark ehf.
Grenimel 9 107 Reykjavík
8.
Hverfisgata 106, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Gunnfána ehf. dags. 20. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðarinnar nr. 106 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að leyfð verði einnar hæðar nýbygging á baklóð hússins, samkvæmt uppdr. Random ark. ehf. dags. 19. mars 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. apríl til og með 30. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Rut Elíasdóttir og Stefán Ólafsson dags. 29. apríl 2015, Halldór H. Bjarnason dags. 29. apríl 2015, Elma Óladóttir og Egill Logi Jónasson dags. 30. apríl 2015, Milos Mokran dags. 30. apríl 2015 og Eysteinn Már Sigurðsson, Morgane Priet-Mahéo og fjölsk. dags. 30. apríl 2015 ásamt viðbót s.d. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.




Umsókn nr. 150214 (01.75.1)
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
9.
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 16. apríl 2015 og uppdrættir dags. 16. apríl 2015, uppfærðir 14. maí 2015.
uppdráttur 1
uppdráttur 2
uppdrátttur 3

Þorkell Sigurlaugsson fulltrúi HR , Halldóra Bragadóttir, Helga Bragadóttir, Birkir Einarsson fulltrúar Kanon Arkitekta og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.






Umsókn nr. 45423
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 827 frá 19. maí 2015.





Umsókn nr. 150076
11.
Söfnunarstaðir ferðamanna, merkingar/auðkenni (USK2015030027)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 13. mars 2015 varðandi merkingar eða auðkenni við söfnunarstaði ferðamanna, þ.e.a.s. þá staði sem ferðaþjónustuaðilar geti vísað ferðamönnum til, þar sem ferðamenn eru sóttir eftir atvikum.

Umhverfis og skipulagsráð telur mikilvægt að ferðaþjónusta í Reykjavík starfi í sem mestri sátt við íbúa borgarinnar. Liður í því að létta á rútuumferð um íbúðarsvæði er að skipuleggja, merkja og kynna söfnunarstaði fyrir ferðafólk. Ráðið felur starfsfólki umhverfis og skipulagssviðs að útfæra þessa staði í samráði við samtök ferðaþjónustunnar, hverfisráð miðborgarinnar, höfuðborgarstofu og Miðborgina okkar.

Umsókn nr. 150105
12.
Gönguleiðir skólabarna og vástaðir 2015, (USK2015040040)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. apríl 2015 varðandi aðgerðir tengdar gönguleiðum skólabarna og vástöðum í Reykjavík árið 2015. Einnig eru lagðar fram tillögur um aðgerðir í umferðaröryggismálum 2015.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins þar sem um gangbrautir er að ræða.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir boka :
"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram tillögur í umhverfis- og skipulagsráði um að Reykjavíkurborg merki gangbrautir með sebrabrautum og skiltum eins og lög og reglugerðir kveða á um. Mikill misbrestur er á að gangbrautir í Reykjavík séu rétt merktar og augljóslega mikið átak framundan til að færa það ástand til betri vegar. Við fögnum því að umhverfis- og skipulagsráð skuli nú taka upp þær öryggisaðgerðir sem við höfum talað fyrir."


Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 11:14, Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti í hennar stað.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 11:37, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum í hans stað.




Umsókn nr. 140584 (01.24.02)
411112-0200 Mannverk ehf.
Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur
610711-1030 Gláma/Kím ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
13.
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 6. maí 2015.
Einnig er lagt fram bréf Halldór K. Halldórsson, Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu f.h. lóðharhafa Laugavegs 120 , dags. 18. maí 2015 og minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. maí 2015.


Minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. maí 2015 samþykkt



Umsókn nr. 150202 (01.46)
14.
Skeifan, þróun og endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2015 varðandi þróun og endurskoðun deiliskipulags Skeifunnar.

Minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2015 samþykkt.




Umsókn nr. 150119
15.
Hlemmur, Undirbúnings- og hugmyndavinna vegna fyrirhugaðrar útleigu á húsnæðinu.
Kynnt undirbúnings- og hugmyndavinna vegna fyrirhugaðrar útleigu á húsnæðinu til nýrra rekstraraðila.
Fulltrúar Trípólí arkitekta: Guðni Valberg og Jón Davíð Ásgeirsson kynna.

Umsókn nr. 150120
16.
Mjódd, Undirbúnings- og hugmyndavinna vegna fyrirhugaðrar útleigu á húsnæðinu.
Kynnt undirbúnings- og hugmyndavinna vegna fyrirhugaðrar útleigu á húsnæðinu til nýrra rekstraraðila.
Fulltrúar Stáss arkitekta Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir kynna

Umsókn nr. 150089
17.
Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, drög að reglum/skilyrðum
Lögð fram drög að reglum/skilyrðum fyrir hávaðasamar framkvæmdir og jarðvinnu byggingarframkvæmda dags. 18. maí 2015.


Samþykkt

Umsókn nr. 150080
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Kirkjustétt, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins (USK2015030039)
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. mars 2015 þar sem tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um nýjan stað fyrir bensínstöð við Kirkjustétt er vísuð til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs dags. 21. september 2012 varðandi bókun skóla- og frístundaráðs frá 19. s.m. vegna bensínstöðvar á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. maí 2015 samþykkt.



Umsókn nr. 150194 (01.27.12)
19.
Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. apríl 2015 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi lóðar númer 47 við Bólstaðarhlíð, lóð Háteigsskóla.



Umsókn nr. 150165 (01.35.05)
040482-3939 Helena Gunnarsdóttir
Brúnavegur 3 104 Reykjavík
20.
Brúnavegur 3 og 5, sameining lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2015 um samþykki borgarráðs 7. maí 2015 um sameiningu lóðanna Brúnavegur 3 og 5.



Umsókn nr. 150192 (01.11.85)
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
501298-5069 Sjöstjarnan ehf.
Rafstöðvarvegi 9 110 Reykjavík
21.
Hafnarstræti 19, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2015 um samþykki borgarráðs 7. maí 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætis 19.



Umsókn nr. 140366 (36.4)
030763-5489 Guðjón Júlíus Halldórsson
Fitjar 116 Reykjavík
200569-2459 Karin Maria Mattsson
Fitjar 116 Reykjavík
580302-2380 Náttúra og heilsa ehf
Fitjum 116 Reykjavík
210651-3819 Einar Ingimarsson
Heiðargerði 38 108 Reykjavík
22.
Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. apríl 2015 um samþykki borgarráðs s.d. um lagfærðan uppdrátt fyrir Fitjar á Kjalarnesi vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.



Umsókn nr. 150143 (07.1)
23.
Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. apríl 2015 um samþykki borgarráðs s.d. vegna tillögu um skipulags og matslýsingu ásamt verklýsingu hverfisskipulagsgerðar fyrir hverfi 7.1, 7.2, 7.3 og 7.4 í Árbæ.



Umsókn nr. 150144 (07.2)
24.
Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. apríl 2015 um samþykki borgarráðs s.d. vegna tillögu um skipulags og matslýsingu ásamt verklýsingu hverfisskipulagsgerðar fyrir hverfi 7.1, 7.2, 7.3 og 7.4 í Árbæ.



Umsókn nr. 150145 (07.3)
25.
Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. apríl 2015 um samþykki borgarráðs s.d. vegna tillögu um skipulags og matslýsingu ásamt verklýsingu hverfisskipulagsgerðar fyrir hverfi 7.1, 7.2, 7.3 og 7.4 í Árbæ.



Umsókn nr. 150146 (07.4)
26.
Hverfisskipulag, Árbær 7.4 Norðlingaholt, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. apríl 2015 um samþykki borgarráðs s.d. vegna tillögu um skipulags og matslýsingu ásamt verklýsingu hverfisskipulagsgerðar fyrir hverfi 7.1, 7.2, 7.3 og 7.4 í Árbæ.



Umsókn nr. 150156 (06.1)
27.
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2015 um samþykki borgarráðs 7. maí 2015 um auglýsingu á tillögum að skipulags og matslýsingum fyrir Breiðholt hverfi, 6.1, 6.2 og 6.3.



Umsókn nr. 150157 (06.2)
28.
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2015 um samþykki borgarráðs 7. maí 2015 um auglýsingu á tillögum að skipulags og matslýsingum fyrir Breiðholt hverfi, 6.1, 6.2 og 6.3.



Umsókn nr. 150158 (06.3)
29.
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2015 um samþykki borgarráðs 7. maí 2015 um auglýsingu á tillögum að skipulags og matslýsingum fyrir Breiðholt hverfi, 6.1, 6.2 og 6.3.