Esja

Verknúmer : US140145

112. fundur 2015
Esja, svifbraut
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí 2014 ásamt skýrslu VSÓ ráðgjafar dags. júní 2014 varðandi svifbraut í Esju. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. ágúst 2014. Lögð fram drög að umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2015 til Skipulagsstofnunar um mögulega matsskyldu svifbrautar í Esju í kjölfar breytinga á framkvæmdalýsingu.

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 9:22
Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum að nýju kl. 9:36.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags. 18. júní 2015 samþykkt.




75. fundur 2014
Esja, svifbraut
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí 2014 ásamt skýrslu VSÓ ráðgjafar dags. júní 2014 varðandi svifbraut í Esju. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. ágúst 2014.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Kynnt.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl: 10:04