Hverfisskipulag

Verknúmer : US140082

64. fundur 2014
Hverfisskipulag, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi vanhæfi nefndarmanna
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 9. apríl 2014 var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur:
"Óskað er eftir lögfræðilegu áliti skrifstofustjóra borgarstjórnar á mögulegu vanhæfi nefndarmanna þegar hverfisskipulag tekur til hverfanna sem þeir búa í." Tillagan lögð fram að nýju ásamt umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 22. apríl 2014.