Umhverfis- og skipulagsráð

Verknúmer : US130239

36. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi samstillingu umferðarljósa
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. september 2013 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: "Samstilling umferðarljósa á helstu umferðaræðum borgarinnar virðist ábótavant. Ósamstillt ljós valda umferðartöfum með tilheyrandi loft- og hávaðamengun auk þess sem ósamstillt umferðarljós auka slit á malbiki. Óskað er upplýsinga um hvernig samstillingu umferðarljósa er háttað eftir götum borgarinnar. Hvaða aðferðum er beitt? Við hvaða umferðarhraða er miðað? Hversu tíðar eru stillingar? Hvernig er eftirliti með samstillingum ljósa háttað?" Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. september 2013.



34. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi samstillingu umferðarljósa
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: "Samstilling umferðarljósa á helstu umferðaræðum borgarinnar virðist ábótavant. Ósamstillt ljós valda umferðartöfum með tilheyrandi loft- og hávaðamengun auk þess sem ósamstillt umferðarljós auka slit á malbiki. Óskað er upplýsinga um hvernig samstillingu umferðarljósa er háttað eftir götum borgarinnar. Hvaða aðferðum er beitt? Við hvaða umferðarhraða er miðað? Hversu tíðar eru stillingar? Hvernig er eftirliti með samstillingum ljósa háttað?"