Skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar

Verknúmer : US130156

29. fundur 2013
Skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar, umsjón skógræktarsvæðis
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. maí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur um að Skógræktarfélag Reykjavíkur taki til umsjónar skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. ágúst 2013.


Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. ágúst 2013 samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman, Karls Sigurðssonar og Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir taka ekki undir umsögnina og leggja fram svohljóðandi bókun:
"Ekki er hægt að taka undir bókun meirihlutans og VG um þetta mál. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur séð um mikilvæg skógræktarsvæði borgarinnar um langt árabil með miklum sóma. Ósk þeirra um að taka að sér fleiri svæði í borgarlandinu ætti að taka fagnandi og hefja viðræður við fulltrúa þeirra um útfærslur þess háttar fyrirkomulags ef til kæmi. Auðvelt er að sjá fyrir sér hagræði fyrir borgina og hugmyndaauðgi í nýtingu og umhirðu skóga, eins og Skógræktin hefur sýnt í Heiðmörk. Í staðinn hafnar meirihlutinn slíku samstarfi.¿
Fulltrúar besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson og Diljá Ámundadóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson lögðu fram svohljóðandi gagnbókun:"Fulltrúar Besta Flokksins, Samfylkingarinnar og VG árétta að í umsögninni er lögð áhersla á gott samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur við umhirðu skógræktarsvæðanna í Reykjavík og vilja gjarnan ræða samstarf um einstök verkefni á sviði skógræktar, svo sem grisjun eða trjáplöntun á nýjum svæðum þar sem ákveðið verður að planta skógi, eins og segir í umsögninni."




28. fundur 2013
Skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar, umsjón skógræktarsvæðis
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. maí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur um að Skógræktarfélag Reykjavíkur taki til umsjónar skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Frestað.

26. fundur 2013
Skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar, umsjón skógræktarsvæðis
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. maí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur um að Skógræktarfélag Reykjavíkur taki til umsjónar skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar.

Frestað.