Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar

Verknúmer : SR060003

58. fundur 2006
Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Bygging íbúða og þétting
Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúar Samfylkingarinnar í skipulagsráði frá 21. júní 2006.


56. fundur 2006
Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Bygging íbúða og þétting
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn;
"Hvað er gert ráð fyrir að margar íbúðir geti byggst upp í Reykjavík á næstu árum miðað við AR 2001 - 2024 og samþykktar breytingar á því, samþykkt deiliskipulag undanfarinna ára, stöðu deiliskipulags sem er í vinnslu eða kynningu eða á fyrirspurnarstigi og líklegt er að komi til samþykktar á næstu misserum auk þeirra íbúðar sem eru í smíðum, byggingarleyfi sem eru óhreyfð og byggingarleyfi sem eru nýsamþykkt ? Hvað vantar mikið upp á að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði sé mætt fyrir árin 2005 - 2010 þ.e. hvernig eru spár um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu miðað við þetta ? Hver verður fjöldi íbúða ef áform um uppbyggingu á Geldinganesi og aukinn hraða í uppbyggingu í Úlfarsárdal verður að veruleika ?"