Skipulagsráð, Aðalskipulag Reykjavíkur, Geldinganes, Úlfarsárdalur, Frakkastígsreitur, Ingólfsstræti 1, Skólavörðustígur 13 og 13a, Álftamýri 29-41, Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, Vaðlasel 7, Fossaleynir, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Móar 125724, Njörvasund 20, Nökkvavogur 23, Skógargerði 9, Sogavegur 174, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Fegrunarnefnd, Hverfisgata 125, Blikastaðavegur, Laugavegur 3, Skólavörðustígur 22A, Laugavegur 95-99, Mörkin 8, Vatnsmýrin, Þorláksgeisli 9, Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar., Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar,

Skipulagsráð

56. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 21. júní kl. 09:10, var haldinn 56. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Gísli Marteinn Baldursson, Stefán Þór Björnsson, Dagur B. Eggertsson, Oddný Sturludóttir og Svandís Svavarsdóttir ásamt áheyrnarfulltrúanum Ólafi F. Magnússyni. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarni Þór Jónsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Jón Árni Haldórsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60423
1.
Skipulagsráð, fundartími og fyrirkomulag nefndarstarfs, kosning varaformanns
Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði grein fyrir hverjir kosnir hefðu verið í skipulagsráð kjörtímabilið 2006-2010:

Kosningu hlutu:

Af BD-lista:
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Óskar Bergsson
Gísli Marteinn Baldursson
Stefán Þór Björnsson

Af S-lista:
Dagur B. Eggertsson
Oddný Sturludóttir

Af V-lista:
Svandís Svavarsdóttir

Varamenn voru kosnir af þremur listum án atkvæðagreiðslu:
Af BD-lista:
Snorri Hjaltason
Gunnar B. Hrafnsson
Halldór Guðmundsson
Brynjar Fransson

Af S-lista:
Stefán Benediktsson
Heiða Björg Pálmadóttir

Af V-lista:
Álfheiður Ingadóttir

Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Formaður gerði tillögu um að Óskar Bergsson yrði kjörinn varaformaður.

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.


Umsókn nr. 60424
2.
Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks;
"Endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.
Skipulags- og byggingarsvið, undir stjórn skipulagsráðs, hefji strax undirbúning að endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Sérstakur stýrihópur, skipaður af skipulagsráði mun hafa yfirumsjón með verkinu.

Miða skal við að endurskoðuninni ljúki eigi síðar en haustið 2007."
Samþykkt.

Jafnframt samþykkt að í stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags, sitji af hálfu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson og Gísli Marteinn Baldursson, af hálfu Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og af hálfu Vinstri Grænna; Svandís Svavarsdóttir.




Umsókn nr. 60425 (02.1)
3.
Geldinganes, forsögn að rammaskipulagi
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks;

"Skipulag nýrrar byggðar í Geldinganesi.
Skipulagsfulltrúa er falið að hefja strax vinnu við forsögn að rammaskipulagi fyrir byggð á Geldinganesi. Forsagnarvinnan þarf að taka mið af því að á Geldinganesi verði blönduð íbúðabyggð fyrir um 8.000 -10.000 manns auk svæðis fyrir stofnanir, þjónustu- og atvinnustarfsemi. Varðandi íbúðarhúsnæði skal forsögnin taka mið af því að hlutfall sérbýlis í þessu nýja hverfi verði um 35 % og hlutfall fjölbýlis um 65 %. Vinnunni skal hraðað þannig að úthlutun lóða geti hafist um árið 2007."
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Samfylkingar óskuðu að bókuð yrði eftirfarandi fyrirspurn; "Ljóst er að lagning Sundabrautar er forsenda þess að hægt sé að hefja uppbyggingu á Geldinganesi. Byggð á Geldinganesi án Sundabrautar myndi skapa óleysanleg vandamál í Grafarvogi. Útfærsla Sundabrautar er jafnframt lykilatriði við skipulagningu svæðisins. Í ljósi óska fulltrúa íbúa í samráðshópi um lagningu Sundabrautar er spurt: Er ekki ástæða til að nýta samráðshópinn við útfærslu á legu Sundabrautar að og um Geldinganes áður en eða í tengslum við fyrirhugaða vinnu við skipulag Geldinganess ?"


Umsókn nr. 60359 (02.6)
4.
Úlfarsárdalur, endurskoðun skipulags í hlíðum Úlfarsárdals
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks;

"Endurskoðun skipulags í hlíðum Úlfarsárdals

Skipulagsfulltrúa er falið að hefja strax undirbúning að endurskoðun skipulags íbúðabyggðar í hlíðum Úlfarsárdals. Þessi endurskoðun skal taka til þess hluta rammaskipulagsins þar sem deiliskipulagsvinnu er ekki lokið, en á þeim svæðum þar sem lóðum hefur verið úthlutað helst deiliskipulag óbreytt. Við endurskoðun deiliskipualgs á svæðinu skal gera ráð fyrir hærra hlutfalli sérbýlis en gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi rammaskipulagi. Vinnunni skal hraðað þannig að hægt verði að úthluta þar lóðum á þessu ári."
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 50212 (01.17.21)
580105-1140 Atelier arkitektar ehf
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
5.
Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Atelier arkitekta ehf., dags. 15. apríl 2005 ásamt uppdráttum og líkani, dags. janúar 2006 breytt í febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2006 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur dags. 7. apríl 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Atelier arkitekta ehf., dags 10. maí 2006, ásamt uppdráttum, dags. maí 2006.

Ólafur F. Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu;
"Skipulagsráð leggur til að reynt verði að standa þannig að uppbyggingu á austurhluta Frakkastígsreits að götumynd Laugavegarins verði varðveitt og að húsin númer 41 og 45 við Laugaveg verði ekki rifin."

Frestað.


Umsókn nr. 60114 (01.15.03)
501299-2279 EON arkitektar ehf
Brautarholti 1 105 Reykjavík
6.
Ingólfsstræti 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga EON arkitekta, mótt. 05.05.06, að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 1 við Ingólfsstræti. Málið var í kynningu frá 18.05 til og með 15.06.06. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50787 (01.18.20)
500591-2189 Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
7.
Skólavörðustígur 13 og 13a, skipting lóðar
Lagt fram bréf eigenda að Skólavörðustíg 11, 13 og 13a, dags. 16. maí 2006 með beiðni um skiptingu lóðar
Lagfærð bókun frá síðasta fundi skipulagsráðs en á þeim fundi var lögð fram tillaga varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 13 og 13a við Skólavörðustíg. og afgreitt með eftirfarandi bókun; "Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa."
Sú afgreiðsla er hér með felld niður og þess í stað lögð fram tillaga lóðarhafa um skiptingu lóðar.

Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.



Umsókn nr. 60294 (01.28.03)
610390-2269 Teiknistofa Gunnars Hanssonar
Bolholti 8 105 Reykjavík
8.
Álftamýri 29-41, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Gunnars Hanssonar, dags. 04.04.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 29 - 41 við Álftamýri. Málið var í kynningu frá 08.05 til og með 06.06.06. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60392 (04.13.21)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
9.
Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn VA Arkitekta, dags. 8.06.06 ásamt tillögu, dags. 30.11.04, síðast breytt 06.06.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Maríubaug.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 60380 (04.93.05)
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
020458-4379 Gissur Pétursson
Vaðlasel 7 109 Reykjavík
10.
Vaðlasel 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Jóns Guðmundssonar ark., dags. 28.05.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Vaðlasel. Samþykki nágranna, dags. 13.06.06, áritað á uppdrátt.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60336 (02.46)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
11.
Fossaleynir, lóðarafmörkun fyrir lokahús O.R.
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9.05.06, að lóðarafmörkun fyrir lokahús O.R. við Fossaleyni.
Lóðarafmörkun samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 34194
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 399 frá 13. júní 2006, ásamt fundargerð nr. 400 frá 20. júní 2006.


Umsókn nr. 33365 (00.05.200.0)
591103-2610 Brimgarðar ehf
Sundagörðum 10 104 Reykjavík
13.
Móar 125724, atvinnuhúsnæði
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.02.06. Sótt er um að byggja á Móum Kjalarnesi þrjú kjúklingaeldishús, hvert er 879 m2 og rúmar 14000 fugla.
Húsin eru stálgrindarhús á steyptum sökkli, klædd hvítri málmklæðningu, skv. uppdr. Arkþing, dags. 2. janúar 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2006 og umsögn Umhverfissviðs, dags. 15. maí 2006. Kynning stóð yfir frá 16. mars til og með 13. apríl 2006. Athugasemdabréf barst frá Andrési Svavarssyni og Þóru Stephensen, mótt. 4. apríl 2006. Einnig lögð fram greinargerð Matfugls ehf, dags. 24. maí 2006.
Stærðir: 3 x 879 ferm, samtals 2.637 ferm. 3 x 3.421,8 rúmm. samtals 10.265 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 626.189
Synjað með vísan til umsagnar umhverfissviðs enda samræmist umsóknin ekki ákvæðum reglugerðar um hollustuhætti.

Umsókn nr. 33826 (01.41.300.5)
180455-4429 Gísli Jón Þórðarson
Njörvasund 20 104 Reykjavík
100362-4739 Brynhildur Pétursdóttir
Njörvasund 20 104 Reykjavík
14.
Njörvasund 20, endurn.á byggingarleyfi 21.12.2004
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 2. maí 2006. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi dags. 21. desember 2004 vegna byggingar bílgeymslu á lóðinni nr. 20 við Njörvasund. Málið var í kynningu frá 11.05 til og með 08.06.06. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 33708 (01.44.131.2)
290169-3139 Bragi Baldursson
Nökkvavogur 23 104 Reykjavík
15.
Nökkvavogur 23, bílskúr og br.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 09.06.05. Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja bílskúr og stækka, setja heitan pott á lóðina og svalir á austurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 23 við Nökkvavog, skv. uppdr. Kristins Sveinbjörnssonar, dags. 18.03.06 br. 01.05.06. Málið var í kynningu frá 18.05 til og með 15.06.06. Engar athugasemdir bárust.
Málinu fylgir undirritað samþykki nágranna á teikningu sem dagsett er 18. janúar 2006.
Stærð: Niðurrif bílskúr fastanúmer 202-2716 merki 02 0101 samtals 32 ferm.
Nýr bílskúr/geymsla 60,8 ferm., 170,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 10.382
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 33451 (01.83.710.9)
180361-2789 Arnþór Halldórsson
Skógargerði 9 108 Reykjavík
250464-3129 Hulda Björk Pálsdóttir
Skógargerði 9 108 Reykjavík
16.
Skógargerði 9, viðbygging ný bílgeymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2006. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurhlið kjallara, 1. hæðar og rishæðar, stækka kvist á norðurþekju, fjölga gluggum á vesturhlið kjallara, færa núverandi stiga milli hæða í viðbyggingu og byggja steinsteyptan bílskúr við norðausturhorn íbúðarhússins á lóð nr. 9 við Skógargerði, skv. uppdr. Sverris Ágústssonar, dags. 21. febrúar 2006 síðast breytt 2. maí 2006. Málið var í grenndarkynningu frá 8. maí til og með 6. júní 2006. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. mars 2006 og samþykki nágranna að Skógargerði 7 og Austurgerði 10 (á teikningu) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun íbúðarhúss (matshl. 01) samtals 88,6 ferm., 218,5 rúmm., þar af 23,8 ferm. m. salarhæð undir 1,8 m. Bílskúr og vinnustofa (matshl. 02) samtals 69,5 ferm., 222,4 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 26.895
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 34176 (01.83.100.6)
550405-0910 HH verk ehf
Nauthólum 32 800 Selfoss
17.
Sogavegur 174, niðurrif, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi einbýlishús og byggja tvílyft steinsteypt parhús ásamt áföstum bílskúr allt einangrað að utan og klætt með múrkerfi með ljósum steinsalla á lóð nr. 174 við Sogaveg.
Stærð: Niðurrif fastanúmer 203-5858 01 0101 íbúð og 70 0101 geymsla samkvæmt nýsamþykktum reyndarteikningum samtals 83,2 ferm. og 244,4 rúmm.
Nýtt hús íbúð 1. hæð 133,9 ferm., 2. hæð 132,9 ferm., bílgeymsla 36,5 ferm., samtals 303,3 ferm., 957,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 58.389
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
18.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 16. júní 2006.


Umsókn nr. 990355
19.
Fegrunarnefnd, skipan fulltrúa
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og uppgerð eldri húsa árið 2006.
Samþykkt að Stefán Þór Björnsson og Oddný Sturludóttir taki sæti í vinnuhópunum.

Jafnframt var samþykkt að Þórólfur Jónsson deildarstjóri garðyrkjudeildar og Björn Axelsson umhverfisstjóri skipulagsfulltrúa skipi vinnuhóp varðandi lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnanna og Margrét Þormar hjá skipulagsfulltrúa auk fulltrúa frá Minjasafni Reykjavíkur skipi vinnuhóp vegna eldri húsa.


Umsókn nr. 60329 (01.22.21)
430697-2349 S.Grímsson ehf
Sigurhæð 6 210 Garðabær
20.
Hverfisgata 125, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1. júní 2006 á bókun skipulagsráðs frá 17. maí 2006, varðandi frávik á bílastæðagjöldum á bílastæði að Hverfisgötu 125.


Umsókn nr. 50607 (02.4)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
21.
Blikastaðavegur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 16. júní 2006, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð tengibrautar milli Úlfarsfells í Reykjavík og Baugshlíðar í Mosfellsbæ, Korpúlfsstaðavegar.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60408 (01.17.00)
22.
Laugavegur 3, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. júní 2006 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. ágúst 2003 um að veita byggingarleyfi til að innrétta kaffihús að Laugavegi 3 í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.


Umsókn nr. 60407 (01.18.12)
23.
Skólavörðustígur 22A, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. júní 2006 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. nóvember 2005 um að heimila breytingar á efri hæð hússins að Skólavörðustíg 22A í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda.


Umsókn nr. 60055
560305-1090 Lögskjal ehf
Laugavegi 99 101 Reykjavík
24.
Laugavegur 95-99, reitur 1.174.1, breyting á deiliskipulagi.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1. júní 2006 á bókun skipulagsráðs frá 17. maí 2006, varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi að Laugavegi 95-99.


Umsókn nr. 60242 (01.47.12)
260355-4069 Ragnhildur Ingólfsdóttir
Tjarnarstígur 20 170 Seltjarnarnes
25.
Mörkin 8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. júní 2006 á bókun skipulagsráðs frá 10. maí 2006, varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 8 við Mörkina.


Umsókn nr. 60070 (01.6)
26.
Vatnsmýrin, austursvæði, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1. júní 2006 á bréfi sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. maí 2006, varðandi landnotkun á austursvæðum Vatnsmýrar.


Umsókn nr. 50102 (05.13.62)
27.
Þorláksgeisli 9, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 15.06.06, vegna kæru á samþykkt borgarráðs um að heimila endurupptöku á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Þorláksgeisla 9.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60002
28.
Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar., Elliðaárvogur
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn;
"Á fundi með íbúasamtökum Bryggjuhverfis fyrir kosningar gáfu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skýr fyrirheit um að niðurstaða um flutning Björgunar hf. og annarrar grófrar iðnaðarstarfsemi af Höfðasvæðinu yrði náð fyrir næstu áramót. Umdir það markmið skal tekið. Þó er ljóst að þetta krefst þess að endurskipulagning Elliðaárvogs verði áfram eitt af forgangsverkefnum skipulagsráðs. Spurt er: Verður stýrihópur um endurskipulagningu Elliðaárvogs endurskipaður og þá hvenær ?"

Umsókn nr. 60003
29.
Fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Bygging íbúða og þétting
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn;
"Hvað er gert ráð fyrir að margar íbúðir geti byggst upp í Reykjavík á næstu árum miðað við AR 2001 - 2024 og samþykktar breytingar á því, samþykkt deiliskipualg undanfarinna ára, stöðu deiliskipulags sem er í vinnslu eða kynningu eða á fyrirspurnarstigi og líklegt er að komi til samþykktar á næstu misserum auk þeirra íbúðar sem eru í smíðum, byggingarleyfi sem eru óhreyfð og byggingarleyfi sem eru nýsamþykkt ? Hvað vantar mikið upp á að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði sé mætt fyrir árin 2005 - 2010 þ.e. hvernig eru spár um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu miðað við þetta ? Hver verður fjöldi íbúða ef áform um uppbyggingu á Geldinganesi og aukinn hraða í uppbyggingu í Úlfarsárdal verður að veruleika ?"