Aflagrandi 20-34, Barónsstígur 2-4, Klyfjasel 2 ,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

10. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 23. mars kl. 09:55 var haldinn 10 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson og Þórarinn Þórarinsson
Þetta gerðist:


1.01 Aflagrandi 20-34, deiliskipulag
Lagt fram bréf Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 18.03.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi raðhúsanna nr. 20-26 og 28-34, samkv. uppdr. sama, dags. 18.03.01.

Samþykkt að grenndarkynna tillög að breyttu deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Aflagranda 20-34.


2.01 Barónsstígur 2-4, Br. frá gildandi deiliskipulagi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.03.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta út frá deiliskipulagi frá 20. des. 1999 við uppbyggingu lóðarinnar nr. 2-4 við Barónsstíg, að mestu í samræmi við meðfylgjandi tvær fyrirspurnarteikn. Guðmundar Gunnarssonar arkitekts, og Andrúm arkitekta, dags. 20. feb. 2001.

Samræmist ekki deiliskipulagi. Ekki talið rétt að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu þar sem verið er að vinna að endurskoðun þess. Erindið verði skoðað við þá vinnu.


3.01 Klyfjasel 2 , Einbýli m. aukaíbúð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.01.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir aukaíbúð á jarðhæð hússins nr. 2 við Klyfjasel, samkv. uppdr. Teiknistofu Gunnlaugs Jónassonar, Rýmu arkitekta, dags. 09.03.01. Útlit norðvesturhliðar breytist lítillega. Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 18. september 2000 fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 18. desember 2000 fylgir erindinu ásamt umsögn gatnamálastjóra dags. 15. janúar 2001.
Gjald kr. 4.100.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum við Klyfjaseli 1, 4, 6 og 15.