Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36

Skjalnúmer : 9798

5. fundur 2000
Barónsstígur 2-4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Hótels Barón, dags. 9. ágúst ´99, varðandi stækkun á hótelinu. Einnig lagður fram nýr uppdr. Guðmundar Gunnarssonar arkitekts, dags. 20.12.99, ásamt minnispunktum Borgarskipulags, dags. 21.10.99. Málið var í auglýsingu frá 12. jan. til 9. febr., athugasemdafrestur var til 23. febr. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst breyting á deiliskipulagi samþykkt.

1. fundur 2000
Barónsstígur 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 20. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Barónsstíg 2-4.


26. fundur 1999
Barónsstígur 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Hótels Barón, dags. 9. ágúst ´99, varðandi stækkun á hótelinu. Einnig lagður fram nýr uppdr. Guðmundar Gunnarssonar arkitekts, dags. 20.12.99, ásamt minnispunktum Borgarskipulags, dags. 21.10.99.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis sbr. 1. mgr. 26.gr. sbr. 25.gr. laga nr. 73/1997.

22. fundur 1999
Barónsstígur 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Hótels Barón, dags. 9. ágúst ´99, varðandi stækkun á hótelinu. Einnig lagður fram nýr uppdr. Guðmundar Gunnarssonar arkitekts, dags. 19. okt. 1999 ásamt minnispunktum Borgarskipulags, dags. 21.10.99. Margrét Þormar arkitekt kynnti.
Samþykkt að unnið verði út frá framlagðri tillögu í samráði við Borgarskipulag.

18. fundur 1999
Barónsstígur 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Hótels Barón, dags. 9. ágúst ´99, varðandi stækkun á hótelinu, samkv. uppdr. Guðmundar Gunnarssonar arkitekts, dags. 09.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25. ágúst 1999.
Samþykkt að fela Borgarskipulagi að vinna deiliskipulag af reitnum í heild með hliðsjón af tilmælum nefndarinnar.

14. fundur 1999
Barónsstígur 2-4, bílastæðalóð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1.6.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 31. f.m. um bílastæði að Barónsstíg 2-4.



13. fundur 1999
Barónsstígur 2-4, bílastæðalóð
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings dags. 15.02.99 varðandi breytt mörk bílastæðalóðar við Skúlagötu, norðan lóðarinnar nr. 2-4 við Barónsstíg.
Samþykkt

17. fundur 1998
Barónsstígur 2-4, bílaleiga
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.08.98 á umsögn Borgarskipulags frá 24.07.98, varðandi bílaleigu við Barónsstíg 2-4.


2. fundur 1997
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks.:

"Á síðasta fundi borgarráðs samþykkti borgarráð að leyfa innkeyrslu frá Hverfisgötu inn á lóðina nr. 2-4 við Barónsstíg. Þessi samþykkt gengur þvert á fyrri samþykktir R-listans sem hingað til hefur af óskiljanlegum ástæðum staðið í vegi fyrir þessari breytingu. Þessi samþykkt borgarráðs er áfellisdómur yfir meirihluta R-listans og þá sérstaklega yfir fulltrúum R-listans í skipulagsnefnd. Spaugilegt er að meirihluti R-listans notaði tækifærið til þess að endurskoða ákvörðun sína þegar formaður skipulagsnefndar Guðrún Ágústsdóttir var erlendis, en eins og kunnugt er lagði hún mikla áherslu á að þessari ósk lóðarhafa yrði hafnað, bæði í skipulagsnefnd og síðar í borgarstjórn.
Málið er allt hið furðulegasta. Lóðarhafar sóttu um að fá að flytja innkeyrsluna inn á lóð sína, frá horni Barónsstígs og Hverfisgötu, inn á Hverfisgötuna. Þessi ósk þeirra fékk jákvæðar undirtektir starfsmanna borgarverkfræðings og umferðarnefndar. Meirihluti skipulagsnefndar var hins vegar í tæpa þrjá mánuði að gera upp hug sinn í málinu og tók loksins þá ákvörðun að hafna beiðni lóðarhafa. Borgarráð staðfesti þá ákvörðun og síðar borgarstjórn eftir miklar umræður. Nú hefur R-listinn loksins náð áttum í þessu máli og endurskoðað fyrri ákvörðun sína.
Það er stjórnsýsla af þessu tagi sem er til þess fallin að fæla fyrirtæki og byggingaraðila frá Reykjavík til nágrannasveitarfélaganna."

Bókun formanns skipulags- og umferðarnefndar:
"Vísað er á bug fullyrðingu um að fyrirtæki og byggingaraðilar leiti frekar til nágrannasveitarfélaga en Reykjavíkur. Staðreyndir sýna annað, bæði veruleg aukin eftirspurn eftir atvinnulóðum eftir langt stöðnunartímabil og eftirspurn eftir íbúðalóðum fer einnig vaxandi. Þetta má m.a. þakka góðri stjórnsýslu og sveigjanleika af hálfu núverandi meirihluta. Að öðru leyti er bókunin ekki svaraverð enda í þeim stíl sem of oft einkennir störf minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur."


3. fundur 1997
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19.12.1996 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 09.12.1996 um aðkomu að Barónsstíg 2-4, ásamt svohljóðandi tillögu:
Vegna mikillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á svæðinu er það af hinu góða að dagvöruverslun verði í Barónsfjósi. Hins vegar er aðkoma að reitnum fyrir akandi umferð mjög erfið og enginn kostur góður. Því er eðlilegt að ekki sé gert ráð fyrir fleiri bílastæðum en 11 vegna væntanlegrar verslunar á suðurhluta lóðarinnar. Samkvæmt staðfestu deiliskipulagi á aðalaðkoman að reitnum að vera frá nýrri götu sem lægi milli Vitastígs og Barónsstígs í framhaldi af Lindargötu. Það er ljóst að þessi aðkoma er bæði flókin og erfið og eins myndi aðkoma frá Hverfisgötu vera mjög flókin. Við teljum því mikilvægt að áfram verði reynt að finna ásættanlega lausn að aðkomu að reitnum.
Borgarráð telur því rétt að aðkoma að lóðinni verði til bráðabirgða áfram frá vestari akrein Barónsstígs meðan leitað er varanlegra lausna. Við lausn málsins verði tekið mið af þeirrri reynslu sem fæst á næstu mánuðum og þeirrri tilraun sem nú stendur yfir á Hverfisgötu með einstefnuakstri einkabifreiða í austur og takmörkun umferðar í vestur við akstur strætisvagna.


27. fundur 1996
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Sverris Hermannssonar, f.h. Neskjörs h.f., dags. 18.09.96 og 23.11.96, varðandi ósk um breytingu á innakstri frá Barónsstíg, í innakstur frá Hverfisgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. 18.09.96, greinargerð umferðardeildar, ódags. bréf Baldvins Baldvinssonar f.h. umferðarnefndar, dags. 07.10.96 og bréf Lilju Ólafsdóttur forstj. SVR, dags. 09.10.96.
Formaður lagði fram svohljóðandi tilllögu: "Skipulags- og umferðarnefnd fellst ekki á erindið."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda breytingartillögu: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að heimiluð verði aðkoma að lóðinni Barónstígur 2-4 frá Hverfisgötu, enda verði það bundið því skilyrði, að þegar almennri umferð verður hleypt á Hverfisgötuna til vesturs, verði eingöngu um hægri beygju að ræða."
Tillaga Sjálfstæðismanna var felld með 4 atkv. gegn 3.
Tillaga formanns var samþykkt með 4 atkv. gegn 3.
Bókun meirihluta: " Vegna mikillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á svæðinu er það af hinu góða að dagvöruverslun verði í Barónsfjósi. Auk þess má geta þess að í næsta nágrenni eru tvö stór bílastæði með um 100 bílastæðum auk bílageymsluhúss með 225 stæðum. Í ljósi þess er ekki óeðlilegt að miða við eitt stæði pr. 50 m2 sem gera 23 stæði á lóð.
Aðalaðkoma að reitnum samkvæmt staðfestu deiliskipulagi er frá nýrri götu sem liggja á milli Vitastígs og Barónsstígs í framhaldi af Lindargötu. Núverandi aðkoma fyrir bíla á reitinn er flókin og eins myndi aðkoma frá Hverfisgötu vera mjög erfið. Við teljum því mikilvægt að áfram verði reynt að finna ásættanlega lausn á aðkomu að reitnum. Eins er ljóst að vegna aðstæðna verði verulegum erfiðleikum bundið að koma fyrir mörgum bílastæðum á reitnum
Jafnframt leggjum við áherslu á úrbætur á aðgengi gangandi að reitnum, ekki síst á gatnamótum Hverfisgötu og Barónsstígs. Þess má geta, að Barónsfjósið liggur mjög vel við strætisvagnaleiðum."

Bókun minnihluta: "Við gagnrýnum harðlega málsmeðferð alla. Nú eru næstum þrír mánuðir síðan mál þetta var fyrst lagt fram í skipulagsnefnd. Umferðarnefnd hefur þegar fallist á aðkomu frá Hverfisgötu og það er samdóma álit embættismanna Borgarverkfræðings og Borgarskipulags, að sú leið sem sótt er um sé til bóta frá því sem nú er. Meirihluti skipulagsnefndar hefur nú kosið að velja þá lausn, sem að mati embættismanna er eina lausnin sem ekki kemur til álita, þ.e. að aðkoma að lóðinni verði frá mótum Barónsstígs og Hverfisgötu."

Bókun meirihlutans: "Í gömlum, grónum hverfum í miðborg Reykjavíkur getur verið verulegum erfiðleikum bundið að búa til nýjar aðkomur, sem eru ekki á skipulagi.
Máli þessu var vísað til umferðarnefndar 23. sept. sl. Umsögn kom þaðan 28. okt. og 15. nóv. var málinu vísað til borgarráðs til kynningar vegna hugsanlegra samninga við eiganda um lausn samkv. staðfestu deiliskipulagi.
Meðal embættismanna eru skiptar skoðanir á málinu og enginn þeirra telur Hverfisgötukostinn gallalausan."


25. fundur 1996
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Guðrún Zoëga spurðist fyrir um hvað líði málinu varðandi aðkomu að lóðinni nr. 2-4 við Barónsstíg.



24. fundur 1996
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Sverris Hermannssonar, f.h. Neskjörs h.f., dags. 18.09.96, varðandi ósk um breytingu á innakstri frá Barónsstíg, í innakstur frá Hverfisgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. 18.09.96, greinargerð umferðardeildar borgarverkfræðings, ódags., bréf umferðardeildar, dags. 7.10.96 og bréf SVR, dags. 9.10.96.
Frestað.
Vísað til borgarráðs til kynningar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd óskuðu bókað: "Mál þetta hefur verið í rækilegri skoðun síðan um miðjan september. Við teljum ekki verjandi að draga umsækjanda lengur á svari og heimila ekki aðkomu að lóðinni frá Hverfisgötu í samræmi við samþykkt umferðarnefndar og umsögn embættismanna borgarverkfræðings. Í staðinn er gert ráð fyrir innkeyrslu frá gatnamótunum". Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað: "Fyrir liggur staðfest deiliskipulag af reitnum þar sem gert er ráð fyrir að tengibygging neðan við Barónsfjós sé rifin og þar verði aðkoma ökutækja að reitnum. Ekki er gert ráð fyrir aðkomu frá Hverfisgötu inn á reitinn. Beiðni um breytingu á innkeyrslu er því breyting á staðfestu deiliskipulagi og þarf að sækja um það sérstaklega til þar til bærra yfirvalda. Fulltrúar þeir, sem nú hafa tekið sæti í skipulagsnefnd, en áður sátu í umferðarnefnd, eru að koma að þessu máli með nýjum hætti og fá um það fjölþættari upplýsingar, sem breyta grunnforsendum. Þá skal þess getið, að SVR hefur andmælt aðkomu að reitnum frá Hverfisgötu. Þar sem staðfest deiliskipulag liggur fyrir er hægt að leita annarra lausna við framkvæmd á staðfestu deiliskipulagi. Nauðsynlegt er því að athuga þetta mál betur. Ljóst er að um málið eru skiptar skoðanir meðal embættismanna.



23. fundur 1996
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram að nýju bréf Sverris Hermannssonar, f.h. Neskjörs h.f., dags. 18.09.96, varðandi ósk um breytingu á innakstri frá Barónsstíg, í innakstur frá Hverfisgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. 18.09.96, greinargerð umferðardeildar borgarverkfræðings, ódags., bréf umferðardeildar, dags. 7.10.96 og bréf SVR, dags. 9.10.96.
Frestað

20. fundur 1996
Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram bréf Sverris Hermannssonar, f.h. Neskjörs h.f., dags. 18.09.96, varðandi ósk um breytingu á innakstri frá Barónsstíg, í innakstur frá Hverfisgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. 18.09.96.

Frestað. Vísað til umsagnar umferðarnefndar og forstjóra SVR. Guðrún Zoëga óskaði bókað "Umbeðin breyting er til mikilla bóta frá því sem nú er (innkeyrsla frá gatnamótum) og tel ég því rétt að samþykkja hana."

20. fundur 1994
Barónsstígur 2-4, hótelíbúðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.09.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.09.1994 um íbúðir þ.a.m. hótelíbúðir við Barónsstíg 2-4.



19. fundur 1994
Barónsstígur 2-4, hótelíbúðir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 30.8.94, varðandi erindi J. Brynjólfssonar hf., Reynimel 29, um að breyta iðnaðarhúsnæði í hótelíbúðir á lóðinni nr. 2-4 við Barónsstíg. Einnig lagðar fram teikningar Arkitektaþjónustunnar sf., dags. júlí 1994.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða svofellda bókun:
"Í ljósi bókunar í máli númer 511.94 leggur skipulagsnefnd til við borgarráð að óskað verði eftir breytingu á staðfestu skipulagi á lóð nr. 2-4 við Barónsstíg skv. 19. gr. skipulagslaga. Leggja skal fyrir skipulagsnefnd tillögu að nýrri aðkomu að lóðinni og fyrirkomulagi á henni."