Hlemmur og nágrenni, Smáragötureitir, Vatnsstígur 3, Njálsgötureitir, Borgartún 17, Kringlan, Fossaleynir 1, Egilshöll, Laugardalur, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Smárarimi 61, Starengi 6, Ólafsgeisli 20-28, Bústaðavegur 151-153, Miklabraut/Kringlumýrarbraut, Móvað 13,

Skipulags- og byggingarnefnd

175. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 29. september kl. 09:00, var haldinn 175. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Kristján Guðmundsson, Benedikt Geirsson og áheynarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Máson, Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40296 (01.22)
081163-5619 Margrét Einarsdóttir
Ljósaland 8 108 Reykjavík
1.
Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Þverár, dags. 14. júní 2004, að deiliskipulagi Hlemms og nágrennis. Málið var í auglýsingu frá 28. júlí til 8. september 2004. Athugasemdabréf bárust frá Hartmanni Kr. Guðmundssyni, Laugavegi 126, dags. 01.08.04, Margréti Einarsdóttur Grettisgötu 70, dags. 13.08.04, Húsfélögunum Rauðaárstíg 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 13 og Skúlagötu 52, 54a, 54b, 56, og 58, mótt. 24.08.04, A.S. Helgasyni ehf, dags. 23.08.04, Sjálfsbjörgu Landssambandi fatlaðra, Hátúni 12, dags. 27.08.04, Náttúrufræðistofnun, dags. 3.09.04, Lögreglustjóranum í Reykjavík, dags. 08.09.04, Önnu Cornette Hverfisgötu 112a, dags. 8.09.04. Einnig lagt fram tölvubréf forstöðumanns Verkfræðistofu, dags. 30.08.04 varðandi loftmengun á Hlemmi, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17.09.04 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 22.09.04.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40446 (01.19.7)
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
2.
Smáragötureitir, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkitektur.is ehf ásamt greinargerð og deiliskipulagsskilmálum, dags. í september 2004, að deiliskipulagi reita 1.197.2 og 1.197.3, Smáragötureita, sem afmarkast af Smáragötu, Njarðargötu, Laufásvegi og Einarsgarði.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 40409 (01.17.20)
430304-2750 Slétt ehf
Laugavegi 42 101 Reykjavík
3.
Vatnsstígur 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Röðuls, dags. 19.08.04, að breyttu deiliskipulagi reits 1.172.0 vegna lóðarinnar Laugavegur 31/Vatnsstígur 3. Kynningin stóð yfir frá 25. ágúst til 22. september 2004. Athugasemdabréf barst frá Bjarka Hólm og Bryndísi Yngvadóttur, dags. 13.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. sept. 2004.
Kynnt tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40486 (01.19.0)
4.
Njálsgötureitir, reitir 1.190.0, 1.190.2, 1.190.3
Lögð fram skipulagsforsögn skipulagsfulltrúa fyrir þrjá reiti, sem markast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Frakkastíg, Grettisgötu, Vitastíg og Njálsgötu, dags. í september 2004.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Umsókn nr. 40514 (01.21.77)
5.
Borgartún 17, og 19, sameining lóða
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Hrafnkelsdóttur f.h. fasteignafélagsins Stoða, dags. 21.09.04, varðandi sameiningu lóða nr. 17 og 19 við Borgartún.
Samþykkt að fella úr gildi samþykkt á breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi skipulagsfulltrúa þann 24. júní 2004.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40228 (01.72.1)
6.
Kringlan, endurskoðun skipulags
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að skipulagsforsögn fyrir deiliskipulag af Kringlunni, dags. í ágúst 2004.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 40428 (02.46)
660601-2010 Borgarhöllin hf
Fossaleyni 1 112 Reykjavík
7.
Fossaleynir 1, Egilshöll, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Borgarhallarinnar, dags. 11.05.04, varðandi lóðarstækkun við Fossaleyni 1, Egilshöll. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.09.04.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna málið fyrir hverfisráði Grafarvogs og ÍTR.

Umsókn nr. 40415 (01.39)
8.
Laugardalur, breytt deiliskipulag austurhluta
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 27.09.04, að breyttu deiliskipulagi austurhluta Laugardals.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40397 (01.73.12)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
9.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 22.07.04 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 27. ágúst 2004 og umsögn lögfræðings Borgarskipulags, dags. 21.01.01, ásamt samningi borgarsjóðs og Keiluhallarinnar frá 25.05.04 varðandi kaup á byggingarrétti, endurgreiðslu gatnagerðargjalda og þakfrágang keiluhallarinnar. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 15. september 2004.
Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt, með vísan til umsagnar borgarlögmanns.
Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni Reykjavíkurborgar og umsækjanda.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30242
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 317 frá 28. september 2004.


Umsókn nr. 29941 (02.53.460.6)
711202-2420 Halldór Á Halldórsson sf
Maríubaugi 93 113 Reykjavík
11.
Smárarimi 61, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílageymslu á lóðinni nr. 61 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 153,2 ferm., bílgeymsla 31,1 ferm.
Samtals 184,3 ferm. og 672,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 36.331
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 30185 (02.38.400.2)
020265-4859 Ingi Pétur Ingimundarson
Mosarimi 6 112 Reykjavík
12.
Starengi 6, námsmannaíbúðir
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö einnar hæðar hús úr forsteyptum einingum með samtals fimm námsmannaíbúðum á lóðinni nr. 6 við Starengi.
Stærð xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40386 (04.12.66)
471184-0209 Lögmenn við Austurvöll sf
Pósthússtræti 13 101 Reykjavík
13.
Ólafsgeisli 20-28, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Lögmanna við Austurvöll f.h. Skúla Ágústssonar, dags. 14.07.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 24 við Ólafsgeisla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20.08.04.
Breytingu á deiliskipulagi hafnað með fimm atkvæðum. Benedikt Geirsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Byggingarfulltrúa falið að kanna aðra þætti málsins nánar og leggja niðurstöðu sína fyrir skipulags- og byggingarnefnd við fyrsta tækifæri.


Umsókn nr. 40295 (01.88)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
14.
Bústaðavegur 151-153, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6.s.m. varðandi deiliskipulag lóða nr. 151 og 153 við Bústaðaveg.


Umsókn nr. 40512 (01.2)
15.
Miklabraut/Kringlumýrarbraut, breytingar á gatnamótum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. september 2004, varðandi samþykkt borgarstjórnar 21. s.m. þar sem samþykkt var eftirfarandi tillaga:
Borgarstjórn Reykjavíkur felur samgöngunefnd og skipulags- og byggingarnefnd að vinna að framgangi samþykktar samgöngunefndar 14. september um breytingar á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í samvinnu við Vegagerðina, enda mun sú lausn auka umferðaröryggi umtalsvert með hóflegum kostnaði og tekur mun skemmri tíma en aðrar lausnir. Jafnframt verði vinnu við mat á umhverfisáhrifum umræddra gatnamóta fram haldið, m.a. með hliðsjón af samþykkt samgöngunefndar og greinargerð með þeirri samþykkt.



Umsókn nr. 40300 (04.77.13)
16.
Móvað 13, lóðarspilda í fóstur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6.s.m. um að lóðarspildu við Móvað 13 verði komið í fóstur.