Mýrargötusvæði, Mýrargötusvæði, Mýrargötusvæði, Framnesreitur, reitur 1.133.2, Reitur 1.240.3, Snorrabrautarreitur, Klapparstígur 14, Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, Fjallkonuvegur 1, Leiðhamrar 12, Rimaskóli, Laugardalur, Bíldshöfði 20, Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, Skútuvogur 2, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Austurgerði 6, Álftamýri 1-5, Freyjugata 6, Hörpugata 2, Jónsgeisli 27, Laugarásvegur 69, Nönnugata 3A, Víðimelur 71-73, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Fegrunarnefnd, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Heiðargerði, Strætó bs, Bensínstöðvar,

Skipulags- og byggingarnefnd

169. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 09:05, var haldinn 169. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og Halldór Guðmundsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40418 (01.13)
1.
Mýrargötusvæði, staða rammaskipulags
Kynnt staða rammaskipulags Mýrargötu - Slippasvæði.


Umsókn nr. 40414 (01.13)
2.
Mýrargötusvæði, forsögn að reit 1.115.3 (Ellingsenreit)
Lögð fram forsögn að reit 1.115.3 (Ellingsenreit).
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum.

Umsókn nr. 40421 (01.13)
3.
Mýrargötusvæði, forsögn að reit 1.130.1 (Héðinsreit)
Lögð fram forsögn að reit 1.130.1 (Héðinsreit).
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum.

Umsókn nr. 30494 (01.13.32)
4.
Framnesreitur, reitur 1.133.2, deiliskipulag
Að lokinni forkynningu er lagt fram líkan og tillaga, dags. 04.08.04, að deiliskipulagi reits 1.133.2, sem markast af Framnesvegi, Holtsgötu, Seljavegi og Vesturgötu. Þessir sendu inn athugasemdabréf: Jóna I. Jónsdóttir, Holtsgötu 32, dags. 17.11.03, húsfélögin að Framnesvegi 30 og 32, dags. 26.11.03, Jóna I. Jónsdóttur f.h. íbúa að Holtsgötu 32, dags. 26.11.03, undirskriftalisti 58 íbúa við Framnesveg, dags. 9.06.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 9.08.04. Lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum.

Umsókn nr. 30424 (01.24.03)
451291-1149 ÁHÁ-byggingar ehf,Reykjavík
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
5.
Reitur 1.240.3, Snorrabrautarreitur,
Lögð fram tillaga Gunnars og Reynis skipulagsráðgjafa, dags. 9.08.04 að deiliskipulagi Snorrabrautarreits. Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 9.08.04, minnispunktar skipulagsfulltrúa, dags. 5.07.04, bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 4.02.04 ásamt umsögn menningarmálanefndar frá 26.01.04. Ennfremur lagt fram bréf Hauks Haraldssonar, dags. 5.08.04.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra Sveinn Aðalsteinsson lagði fram svohljóðandi bókun:
"F-listinn er eina aflið í borgarstjórn sem frá upphafi hefir staðið gegn hugmyndum um niðurrif Austurbæjarbíós. Það er fagnaðarefni að borgarstjórnarflokkar R- og D-lista hafa loks horfið frá stuðningi við niðurrifshugmyndirnar vegna þrýstings frá Reykvíkingum.
F-listinn leggur áherslu á að borgaryfirvöld leggi sitt af mörkum til að menningarstarfsemi nái að blómstra á ný í Austurbæjarbíói. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja gott aðgengi að húsinu m.a. með nægilegum fjölda bílastæða í nágrenni við það. Hvort tilkoma nýrrar samgöngumiðstöðvar á Hlemmi og nýrra bílastæða á Stjörnubíósreit dugi til þess skal ekki fullyrt um, en á það þarf að reyna áður en fjölbýlishús er reist á baklóð Austurbæjarbíós. Allri uppbygginu á lóðinni þarf að fylgja fjölgun bílastæða, sem dugi íbúum og starfsemi tengdri bíóinu. Að þessum markmiðum uppfylltum leggst F-listinn ekki gegn hófsamri uppbyggingu á baklóð bíósins enda sé hún framkvæmd í góðri sátt við nágranna og íbúa Norðurmýrar.
Fagnað er áformum um að útivistarsvæði verði áfram á baklóð Austurbæjrabíós við Njálsgötu, enda margra áratuga hefð fyrir þessu "lunga Norðurmýrarinnar", eins og það hefur verið nefnt.
F-listinn vill loks ítreka ánægju sína með að linnulaus barátta minnsta borgarstjórnarflokksins fyrir hagsmunum almennings í þessu máli og varðveislu menningarverðmæta hafi skilað svo miklum árangri."


Umsókn nr. 40368 (01.15.15)
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
6.
Klapparstígur 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga GP arkitekta, dags. 22.07.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Klapparstíg.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 30365 (01.36.30)
7.
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga arkitekta Hjördísar & Dennis, dags. 12. apríl 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Lauganesskóla. Málið var í auglýsingu frá 5. maí til 16. júní 2004. Athugasemd barst frá 18 íbúum við Kirkjuteig, dags. í júní 2004. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.08.04.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40054 (02.85.53)
580895-2049 Landsbanki Íslands hf,Grafarv.
Fjallkonuvegi 1 112 Reykjavík
8.
Fjallkonuvegur 1, Landsbanki Íslands
Lögð fram fyrirspurn Landsbanka Íslands, varðandi ósk um breyttan byggingarreit og stækkun lóðar, samkv. uppdr. M3 arkitekta, dags. 11.06.04. Einnig lagður fram tölvupóstur umhverfis- og tæknisviðs, dags. 20.02.04, varðandi breytta aðkomu.
Jákvætt að umsækjandi láti á eigin kostnað vinna breytingu á deiliskipulagi sem kynnt verður fyrir hagsmunaaðilum þegar hún berst.

Umsókn nr. 40195 (02.2)
540987-2709 Form ehf
Mýrarvegi Kaupangi 600 Akureyri
9.
Leiðhamrar 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Forms ehf, dags. 29.06.04, vegna lóðarinnar við Leiðhamra 12. Grenndarkynning stóð yfir frá 7. júlí til 4. ágúst 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 40285 (02.54.60)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10.
Rimaskóli, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf Fasteignastofu, dags. 20.05.04, ásamt tillögu Arkís að breyttu deiliskipulagi Rimaskóla, dags. 18.05.04. Auglýsingin stóð yfir frá 9. júní til 21. júlí 2004. Athugasemd barst frá Vigni Bjarnasyni, dags. 26.06.04 og Jóhönnu Sif Gunnarsdóttur, dags. 13.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9.08.04.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40415 (01.39)
11.
Laugardalur, breytt deiliskipulag austurhluta
Lögð fram drög að breyttu deiliskipulagi austurhluta Laugardals.
Kynnt.

Umsókn nr. 40220 (04.06.51)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
12.
Bíldshöfði 20, bensínstöð, ný aðkoma
Lagt fram bréf Norvíkur ehf, dags. 20.04.04, ásamt tillögu Teiknistofunnar Traðar ehf, dags. 28. júní 2004, að sjálfsafgreiðslu bensínstöð á lóðinni og breyttu fyrirkomulagi á inn- og útkeyrslu.
Nefndin er jákvæð gagnvart því að heimilað verði að setja sjálfsafgreiðslustöð á lóðina en skoða þarf gatnatengingar.
Skipulags- og byggingarsviði og umhverfis- og tæknisviði falið að skoða mögulega tengingu lóðarinnar við Axarhöfða og útfærslu hans áður en unnin verður tillaga að breytingu á deiliskipulagi.


Umsókn nr. 40352 (01.19.3)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
13.
Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina, dags. júní 2004 að breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits. Grenndarkynningin stóð yfir frá 29. júní til 28. júlí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 30439 (01.42.06)
540102-5890 Verkfræðiþ Guðm G. Þórarins ehf
Rauðagerði 59 108 Reykjavík
14.
Skútuvogur 2, bíla- og aðkomuplan
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Barðans ehf, dags. 6.08.04, varðandi bílastæðapall við Skútuvog 2.
Frestað.

Umsókn nr. 29924
15.
4">Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 309 frá 5. ágúst 2004 og nr. 310 frá 10. ágúst 2004.


Umsókn nr. 27790 (01.83.710.3)
030455-5419 Guðbjörg R Róbertsdóttir
Austurgerði 6 108 Reykjavík
171245-2819 Jósavin Hlífar Helgason
Austurgerði 6 108 Reykjavík
230530-3199 Jóhanna Guðmundsdóttir
Austurgerði 6 108 Reykjavík
16.
Austurgerði 6, áðurg. yfirbygging á svalir o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22.06.2004. Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri yfirbyggingu svala og leyfi til þess að byggja nýjar svalir að suðurhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 6 við Austurgerði.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2003 og útskrift skipulagsfulltrúa frá 29. ágúst 2003 fylgja erindinu. Einnig lagðir fram uppdr. teiknistofunnar Torgið, dags. 28.07.2003. Grenndarkynning stóð yfir frá 28. júní til 26. júlí 2004. Athugasemdabréf barst frá Hauki Haraldssyni, Austurgerði 4, dags. 20.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5.08.04.
Stærð: Áður gerð viðbygging 16,8 ferm. og 43,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.349
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29495 (01.28.01)
670492-2069 Landsafl hf
Höfðabakka 9 110 Reykjavík
450303-2240 Lyfjaval ehf
Starmóa 15 260 Njarðvík
17.
Álftamýri 1-5, viðbygg og innra frkl
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. 06.2004. Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð og byggja anddyri að norðurhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 1-5 við Álftamýri.
Jafnframt er sótt um breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni. Hliðstætt erindi var samþykkt 19. mars 2003 að lokinni grenndarkynningu.
Bréf skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2002 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð yfir frá 30. júní til 28. júlí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun, viðbygging 60,8 ferm. og 188,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 10.179
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 29668 (01.18.452.3)
440599-2579 Freyjugata 6,húsfélag
Freyjugötu 6 101 Reykjavík
18.
Freyjugata 6, br ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22.06.2004. Sótt er um leyfi til að hækka og breyta ofanábyggingu á húsið nr. 6 við Freyjugötu frá því sem samþykkt var 25. nóv. 2003. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir geymslurými í risi hússins. Einnig lagðir fram uppdr. teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 15.06.2004.
Erindinu fylgir fylgiskjal dags. 16. nóv. 1999 með eignakiptayfirlýsingu fyrir Freyjugötu 10 vegna að komu að baklóð. Grenndarkynning stóð yfir frá 7. júlí til 4. ágúst 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29888 (01.63.550.7)
250660-4809 Kolbrún Eysteinsdóttir
Gnitanes 6 101 Reykjavík
19.
Hörpugata 2, nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús ásamt kjallara á lóð nr. 2 við Hörpugötu.
Stærð: kjallari, 108,0 ferm., 1. hæð, 124,2 ferm., samtals 232,2 ferm. og 807,2 rúmm.
Gjöld kr. 5.400 + 43.589
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 29831 (04.11.350.9)
011247-2539 Þórunn Helga Hauksdóttir
Bæjartún 14 200 Kópavogur
20.
Jónsgeisli 27, nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 27 við Jónsgeisla.
Stærð: Einbýlishús 213,1 ferm., 507,2 rúmm. Bílgeymsla 28,7 ferm., 298 rúmm. Samtals 241,8 ferm., 805,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 43.481
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 29518 (01.38.420.8)
060766-5769 Örn Valdimar Kjartansson
Laugarásvegur 69 104 Reykjavík
120466-4459 Hrefna Hallgrímsdóttir
Laugarásvegur 69 104 Reykjavík
21.
Laugarásvegur 69, sólpallur,
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. júní 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólpall að austurhlið hússins á lóðinni nr. 69 við Laugarásveg, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 24.05.04. Málið var í kynningu frá 18. júní til 16. júlí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu fylgir samþykki lóðarhafa Laugarásv. 71 f.h. Landspítala- háskólasjúkrahúss dags. 8. júlí 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 29532 (01.18.622.6)
290454-6039 Snorri Sigfús Birgisson
Nönnugata 3a 101 Reykjavík
23.
Nönnugata 3A, breytingar
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. 06.2004. Sótt er um leyfi til þess að hækka þak lítillega (15cm við þakkant, 34cm við mæni), setja franskar svalir á suðvesturgafl, koma fyrir þakglugga á suðausturþekju og innrétta svefnloft á rishæð hússins á lóðinni nr. 3A við Nönnugötu. Einnig lagðir fram uppdr. Ólafs Axelssonar ark., frá maí 2004. Grenndarkynning stóð yfir frá 29. júní til 28. júlí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29950 (01.52.410.1)
24.
Víðimelur 71-73, hönnunarleyfi
Ólöf Örvarsdóttir, starfsmaður skipulags- og byggingarsviðs óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til þess að leggja fyrir byggingarfulltrúa uppdrætti af Víðmel 71-73 sbr. bréf meðfylgjandi bréf dags. 25. ágúst 2004.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 10070
25.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 26. og 30. júlí 2004.


Umsókn nr. 30308
26.
Fegrunarnefnd, tilnefningar
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur að tilnefningum til viðurkenninga vegna endurbóta á eldri húsum og vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana, dags. 22. júlí og 6. ágúst 2004.
Samþykkt.

Umsókn nr. 20294
27.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, kæra
Lögð fram greinargerð lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 31.07.04, um kæru vegna ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 8. maí 2002 um breytingu á deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands vegna vísindagarða/þekkingarþorps.
Greinargerð lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 40407
28.
Heiðargerði, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. júlí 2004 vegna kæru Guðmundar Ó. Eggertssonar á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur 7. maí 2003 að samþykkja uppdrátt og greinargerð að deiliskipulagi Heiðargerðisreits.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á staðfestri ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 7. maí 2003 um að samþykkja uppdrátt og greinargerð að deiliskipulagi "Heiðargerðisreits".


Umsókn nr. 40183
500501-3160 Strætó bs
Þönglabakka 4 109 Reykjavík
29.
Strætó bs, nýtt leiðakerfi
Kynning á nýju leiðakerfi Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu.


Umsókn nr. 29951
30.
Bensínstöðvar, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að tekin verði afstaða til niðurstöðu vinnuhóps skipulags- og byggingarsviðs um fjölda og staðsetningu bensínafgreiðslna í borginni. Fullkomið stefnuleysi ríkir í þessum málaflokki og ef marka má yfirlýsingar leiðtoga Reykjavíkurlistans Alfreðs Þorsteinssonar þá er það stefna Reykjavíkurlistans að fjölga bensínstöðvum sem mest í Reykjavík. Þess má geta að Reykjavík á heimsmet í fjölda bensínstöðva miðað við fólksfjölda.
Frestað.