Klyfjasel 26

Skjalnúmer : 7343

2. fundur 2000
Klyfjasel 26, tvær íbúðir
Lagt frambréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um gerð tveggja íbúða að Klyfjaseli 26.


1. fundur 2000
Klyfjasel 26, tvær íbúðir
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Ómars Kjartanssonar, dags. 29.03.99, varðandi breytingar á húsinu á lóðinni nr. 26 við Klyfjasel í tvær íbúðir.
Lagt fram bréf og uppdr. Sigurbergs Árnasonar, dags. 24.5.99, varðandi ósk um að skipta einbýlishúsi að Klyfjaseli 26 í tvær íbúðir. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 19.11.1999. Málið var í kynningu frá 26. nóv. til 23. des. 1999. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli kynntra teikninga.

24. fundur 1999
Klyfjasel 26, tvær íbúðir
Lagt fram bréf Ómars Kjartanssonar, dags. 29.03.99, varðandi breytingar á húsinu á lóðinni nr. 26 við Klyfjasel í tvær íbúðir.
Lagt fram bréf og uppdr. Sigurbergs Árnasonar, dags. 24.5.99, varðandi ósk um að skipta einbýlishúsi að Klyfjaseli 26 í tvær íbúðir. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 19.11.1999.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum við Klyfjasel nr. 2-24 og 28-30, heilar tölur og 17-25, oddatölur, skv. 2.mgr. 23.gr. sbr. 7.mgr. 43.gr. laga nr. 73/1997.