Borgartún 39, Dyngjuvegur 9 og 11, Naustabryggja 2-4 og Básbryggja 1-3, Nýlendugata 32, Laugavegur 114, Suður Mjódd, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Borgarskipulag Reykjavíkur, Umferðardeild borgarverkfræðings, Auglýsingaskilti/götugögn, Grófin, Hringbraut 50 Elliheimili, Skógarhlíð 12, Sóltún 5-9, Einarsnes 60-64a, Grundargerði 27-35/Sogavegur 26-54/, Laugateigur 25, Fjarðarsel 20-36, Klyfjasel 26, Hólmsland / Bakki H17, Höfðabakki 7, Umferðaröryggisnefnd, Skálholtsstígur, Fossaleynir, Gatnagerðaráætlun,

Skipulags- og umferðarnefnd

24. fundur 1999

Ár 1999, mánudaginn 22. nóvember kl. 09:00, var haldinn 24. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Harðarson og Óskar Bergsson Áheyrnarfulltrúi, Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


768.99 Borgartún 39, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. varðandi breytt deiliskipulag að Borgartúni 39.


769.99 Dyngjuvegur 9 og 11, tillaga að deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi að Dyngjuvegi 9 og 11.


770.99 Naustabryggja 2-4 og Básbryggja 1-3, sameining lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. varðandi sameiningu lóða að Naustabryggju 2-4 og Básbryggju 1-3.


771.99 Nýlendugata 32, flutningshús (var áður Hverfisgata 96)
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. varðandi leyfi til að byggja kvist og breyta viðbyggingu að Nýlendugötu 32, flutningshús.


772.99 Laugavegur 114, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. varðandi viðbyggingu að Laugavegi 114.


773.99 Suður Mjódd, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. okt.. varðandi deiliskipulag í Suður - Mjódd ásamt bréfi borgarverkfræðings frá 18. okt. um skipulag og kostnað við gatnagerð. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar Borgarskipulags að því er varðar nýtingu atvinnulóðar.


774.99 Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Kynning á þéttingu byggðar.
Lögð fram skýrsla Nes Planners, dags. 22.11.99. Richard Briem kynnti.

775.99 Borgarskipulag Reykjavíkur, starfsáætlun
Leiðrétt bókun skipulags- og umferðarnefndar frá fundi dags. 8.11.1999.
Nefndin samþykkir starfsáætlun Borgarskipulags dags. 4.11.99 með 3 atkv. (I.J.Þ. og J.V.I. sátu hjá).

776.99 Umferðardeild borgarverkfræðings, starfsáætlun
Leiðrétt bókun skipulags- og umferðarnefndar frá fundi dags 8.11.1999.
Nefndin samþykkir starfsáætlun umferðardeildar dags. 5.11.99 með 3 atkv. (I.J.Þ. og J.V.I. sátu hjá).

777.99 Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagðar fram tillögur að staðsetningu 7 skilta og 2 salerna.
Júlíus Vífill Ingvarsson bar upp eftirfarandi tillögu: "Lagt er til að tillögurnar verði grenndarkynntar". Árni Þór Sigurðssons bar upp frávísunartillögu. Frávísunartillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. J.V.I. og I.J.Þ. greiddu atkvæði gegn frávísunartillögunni.
Júlíus Vífill Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir óskuðu að eftirfarandi yrði bókað: "Það má nú vera hverjum manni ljóst hversu hrikalega meirihluti borgarstjórnar samdi af sér þegar gerður var samningu við JCDecaux um 130 biðskýli. Með í kaupunum fylgdu 43 auglýsingaskilti sem eru hvert meira en tveir og hálfur meter á hæð. Í fyrsta lagi er fráleitt að samþykkja stór auglýsingaskilti á fjölförnum gangstéttum. Skiltin eru farartálmar gangandi vegfarendum og af þeim hlýst útsýnisskerðing. Í öðru lagi er í samningnum enginn fyrirvari varðandi staðsetningu auglýsingaskiltanna og er nú verið að dreifa þeim á viðkvæmustu staði borgarinnar af ótrúlegri eftirlátssemi. Skiltin eru lýti á götum borgarinnar og bera víða eldri götumyndir ofurliði. Í þriðja lagi eru reglur um staðsetningu skilta í Reykjavík einskis virtar. Niðurstaðan er sú að engar reglur eru í gildi á þessu sviði. Samkvæmt jafnræðisreglu stjórnvalda verður ekki hjá því komist að borgaryfirvöld afgreiði umsóknir um skilti á gangstéttum borgarinnar eða annars staðar með sama hætti og gert var við hið erlenda fyrirtæki. Annað er lögleysa"
Meirihlutinn óskaði að eftirfarandi yrði bókað: "Meirihluti skipulags- og umferðarnefndar vísar á bug fullyrðingum minnihlutans vegna samnings um strætisvagnabiðskýli og önnur gögn. Gögnin eru í eigu AFA JCDecaux sem sér um uppsetningu og rekstur skýlanna borgarsjóði að kostnaðarlausu. Margumrædd upplýsinga- og auglýsingaskilti eru hluti af þessum samningi. Staðsetning skiltanna er ákveðin af byggingarnefnd eftir tillögum embættismanna frá byggingarfulltrúa, Borgarskipulagi og umferðardeild. Sú túlkun minnihlutans að hér sé um lögleysu að ræða er vísað á bug. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið í landinu sem sett hefur sér reglur í þessum efnum. Heimildarákvæði 9. kafla staðfesta að hér sé verið að vinna samkvæmt reglugerðinni"


778.99 Grófin, bílastæði
Lagt fram bréf deildarstjóra gatnamálastjóra dags. 18.11.99 varðandi endurskoðaða tillögu að fyrirkomulagi Grófarinnar skv. uppdr. A1 arkitekta dags. 15.11.99. Einnig lagður fram nýr uppdráttur A1 arkitekta dags. 15.11.99.
Tillaga A1 arkitekta dags. 15.11.99, samþykkt.

779.99 Hringbraut 50 Elliheimili, viðb. til norðurs og br. á 4 hæð
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvær þriggja hæða steinsteyptar viðbyggingar og lyftuturn við norðurhlið, breyta inngangi og breyta innra skipulagi 4. hæðar (þakhæðar) Elliheimilisins Grund á lóðinni nr. 50 við Hringbraut, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 31.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99. Málið var í kynningu til 21. okt. 1999. Lagt fram óundirritað athugasemdabréf íbúa, mótt. 13.10.99, Sifjar Ásmundsdóttur, mótt. 13.10.99, Jóns Viðars Sigurðssonar, dags. 13.10.99, íbúa Brávallagötu 26, mótt. 18.10.99, íbúa Brávallagötu 24, dags. 18.10.99, 2 íbúa Ásvallagötu 17, mótt. 20.10.99, íbúa Brávallagötu 14, mótt. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 12, dags. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 16a, mótt. 22.10.99, íbúa Blómvallagötu 11, mótt. 28.10.99. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar dags. 19.11.99 og umsögn Borgarskipulags dags. 19.11.1999.

Frestað

780.99 Skógarhlíð 12, uppbygging, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofu Arkitekta, dags. 7. júní ´99, varðandi uppbyggingu á lóðinni Skógarhlíð 12, samkv. uppdr. sama dags. 20.06.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 8. júní 1999. Ennfremur lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 9.06.99 um húsið Hjarðarholt á lóðinni. Málið var í auglýsingu frá 30. júní til 28. júlí, athugasemdafrestur var til 11. ágúst. Alls bárust 29 athugasemdabréf. Bréf Guðrúnar G. Bergman, dags. 23.07.99, Magnúsar Th. Magnússonar og Guðbjargar Ársælsdóttur, dags. 27.07.99, Katrínar Skaptadóttur, dags. 29.07.99, Hrefnu Gunnarsdóttur, dags. 29.07.99, Einars Torfasonar og Kristínar Helgadóttur, dags. 29.07.99, Þórarins Árna Eiríkssonar, mótt. 30.07.99, Sigríðar Ingólfsdóttur, dags. 30.07.99, Ólafar Þórðardóttur, dags. 30.07.99, Slökkviliðs Reykjavíkur, dags. 03.08.99, Dagnýjar Indriðadóttur, dags. 03.08.99, Jóhönnu Ingólfsd. dags. 03.08.99, Zóphoníasar Pálssonar dags. mótt. 06.08.99, Jóns Vals Jenssonar, dags. 08.08.99, Hildar Hrólfsdóttur, dags. 08.08.99, Kristjáns Orra Helgasonar og Ingibjargar Jónu Guðmundsdóttur, dags. 08.08.99, Þórs Hjaltalín og Sigríðar K. Þorgrímsdóttur, dags. 08.08.99, íbúa Eskihlíðar 14 og 14a, dags. 09.08.99, undirskriftalisti 17 íbúa, dags. 09.08.99, 4 íbúa í Hlíðarhverfi, dags. 09.08.99, eigenda í Eskihlíð 16a, dags. 10.08.99, Svölu Þormóðsdóttur, dags. 10.08.99, Sjúkrahúss Reykjavíkur, dags. 10.08.99, Ólafar H. Bjarnadóttur, dags. 10.08.99, Helgu Gurli Magnússon, dags. 10.08.99, Alfreðs Haukssonar, dags. 10.08.99, starfsfólks Krabbameinsfélags Íslands, dags. 11.08.99, Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 11.08.99, Eddu Egilsdóttur og Svans Baldurssonar, mótt. 11.08.99, Matthíasar Bjarnasonar, ásamt undirskriftalista 217 íbúa, mótt. 11. ágúst ´99. Ennfremur lögð fram umsögn umferðardeildar um athugasemdir, dags. 13.09.99 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99.
Eftir fund með íbúum, sem haldinn var 30. sept. ´99 á Borgarskipulagi eru lögð fram bréf Ólafar Þorvarðsdóttur, dags. 06.10.99 og Jóns Vals Jenssonar, mótt. 06.10.99 ásamt undirskriftalista 170 íbúa. Ennfremur lögð fram fundargerð Borgarskipulags frá fundi með íbúum 30. sept., dags. 04.10.99, ásamt nýjum uppdrætti Ísarn dags., 18.11.99.
Lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 30.10.99, varðandi hljóðvist og umferð í nágrenni Skógarhlíðar 12.
Frestað

781.99 Sóltún 5-9, lóðarmörk, breyttur byggingarreitur
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Ingimundar Sveinssonar ark. dags. 6.10.99 varðandi lóðarafmörkun vegna húsanna nr. 5, 7 og 9 við Sóltún, ásamt breyttum byggingarreit lóðar nr. 9 skv. uppdr. sama dags. 6.10.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 7. okt. 1999. Málið var í kynningu til 18. nóv. 1999. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að það fallist á kynnta breytingu.

782.99 Einarsnes 60-64a, br. deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 12.10.99, varðandi umsókn um lóð við Einarsnes. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags dags. 19.11.99 að breyttu deiliskipulagi við Einarsnes 60-64a.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Einarsness.

783.99 Grundargerði 27-35/Sogavegur 26-54/, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Hús og skipulag, dags. í október 1999, að deiliskipulagi lóðanna Grundargerði 27-35/Sogavegi 26-54. Einnig lagt fram bréf Benedikts H. Halldórssonar, dags. 21.07.99, Odds Kristjánssonar og Hafdísar Sigurðardóttur, dags. 29.07.99.
Samþykkt að senda tillöguna til umsagnar byggingarnefndar. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir reitinn.

784.99 Laugateigur 25, bílgeymsla
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.07.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr norðan húss með aðkomu frá Gullteig á lóðinni nr. 25 við Laugateig, samkv. uppdr. Nýju teiknistofunnar, dags. 11.06.99. Bréf Þormóðs Sveinssonar fyrir hönd umsækjenda dags. 20. október 1997 fylgir erindinu.
Erindið var kynnt fyrir nágrönnum með bréfi dags. 30. október 1997. Mótmæli hafa borist frá eigenda kjallaraíbúðar og miðhæðar á Hofteig 26 og eigendum að Hofteig 28, ennfremur fylgir mótmælabréf dags. 10. desember 1997. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25. ágúst 1999. Málið var í kynningu til 5. okt. 1999. Lagt fram athugasemdabréf eigenda íbúða í húsunum Hofteigi 26 og 28, dags. 16.09.99. Lögð fram umsögn Borgarskipulags vegna athugasemda dags. 19.11.1999.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að erindinu verði synjað þar sem ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða. Slíkt er nauðsynlegt þar sem byggingin er á lóðarmörkum.

785.99 Fjarðarsel 20-36, svalaskýli á raðhúsi nr. 22
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.10.99, þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr timbri (?) á raðhúsi nr. 22 á lóðinni nr. 20-36 við Fjarðarsel, samkv. uppdr. Sig. Kjartanssonar, ódags. Erindinu fylgir samþykki húseigenda að Fjarðaseli 20 og 24 dags. 1. mars 1999. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 16.11.1999.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Fjarðarseli 20 og 24-36, heilar tölur skv. 2.mgr. 23.gr. sbr. 7.mgr. 43.gr. laga nr. 73/1997.

786.99 Klyfjasel 26, tvær íbúðir
Lagt fram bréf Ómars Kjartanssonar, dags. 29.03.99, varðandi breytingar á húsinu á lóðinni nr. 26 við Klyfjasel í tvær íbúðir.
Lagt fram bréf og uppdr. Sigurbergs Árnasonar, dags. 24.5.99, varðandi ósk um að skipta einbýlishúsi að Klyfjaseli 26 í tvær íbúðir. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 19.11.1999.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum við Klyfjasel nr. 2-24 og 28-30, heilar tölur og 17-25, oddatölur, skv. 2.mgr. 23.gr. sbr. 7.mgr. 43.gr. laga nr. 73/1997.

787.99 Hólmsland / Bakki H17, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.10.99, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við sumarhúsið Bakka H17 í landi Hólms við Suðurlandsveg, samkv. upppdr. Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 17.10.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskiplags dags. 19.11.1999.

Erindið er samþykkt með þeim fyrirvara að þinglýst verði brottflutningskvöð á bygginguna áður en veitt verður byggingarleyfi fyrir henni. Ekki talin þörf á grenndarkynningu.

788.99 Höfðabakki 7, br. á 2. áfanga og lóðarstækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.08.99, þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðkomu norðanvert við áfanga 2 og breytt fyrirkomulag á lóðinni nr. 7 við Höfðabakka. Jafnframt er sótt um stækkun lóðarinnar til norðurs, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar sf, dags. 27. janúar ´99.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Höfðabakka 1 og Landsíma Ísl., lóðarhafa að Jörfa, Grafarvogi. skv. 2.mgr. 23.gr. sbr. 7.mgr. 43.gr. laga nr. 73/1997.

789.99 Umferðaröryggisnefnd,
Lögð fram fundargerð 16. fundar umferðaröryggisnefndar frá 17.11.1999. Einnig lagður fram svartblettalisti umferðardeildar dags. 15.11.99.


790.99 Skálholtsstígur, stöðumælar
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, dags. 24. ágúst ´99, varðandi bílastæði við syðri kant Skálholtsstígs frá Þingholtsstræti í austri að Laufásvegi í vestri ásamt tillögu umferðardeildar dags. í jan. 1999.
Samþykkt gjaldskylda á 6 bílastæðum skv. tillögu umferðardeildar, dags. í jan. 1999.

791.99 Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss
Lögð fram til kynningar hugmynd Borgarskipulags dags. 15.11.99 að staðsetningu knattspyrnuhúss og fyrirkomulagi á lóð í Fossaleyni ásamt skipulagsskilmálum.
Nefndin samþykkir framlögð drög að fyrirkomulagi á lóð og tillögu að skilmálum sem grunn að forvali miðað við að unnið verði deiliskipulag í samráði við samningsaðila þegar hann hefur verið valinn. Tillagan verði svo lögð fyrir nefndina og auglýst á formlegan hátt.


792.99 Gatnagerðaráætlun,
Lögð fram gatnagerðaráætlun Gatnamálastjóra. Gatnamálastjóri kynnti.