Hagatorg Hótel Saga

Verknúmer : BN050368

857. fundur 2016
Hagatorg Hótel Saga, Breyting á skrifstofu ofl.
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum og mötuneyti í norðurbyggingu í hótelherbergi og sameina eignirnar 0302 og 0303 og skrifstofur 0202 (í eigu 0301) við eignina hótel 0101, einnig er sótt um minni háttar breytingar á skrifstofum í eldri hluta hússins svo sem nýja snyrtingu fyrir hreyfihamlaða í hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 9.823

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


855. fundur 2015
Hagatorg Hótel Saga, Breyting á skrifstofu ofl.
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum og mötuneyti í norðurbyggingu í hótelherbergi og sameina eignirnar 0302 og 0303 og skrifstofur 0202 (í eigu 0301) við eignina hótel 0101, einnig er sótt um minni háttar breytingar á skrifstofum eldri hluta hússins svo sem nýja snyrtingu fyrir hreyfihamlaða í hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.