Elliðaárvirkjun - mannvirki

Verknúmer : BN044874

282. fundur 2012
Elliðaárvirkjun - mannvirki, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 3. júlí 2012, ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14. júní 2012 og 21 júní 2012, þar sem ráðherra hefur samþykkt tillögu Húsafriðunarnefndar um heildarfriðun eftirtalda mannvirkja sem tilheyra Elliðaárdal. Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal (1920-21) - auðkenni: 204-4089, Elliðavatnsstífla (1924-28), Árbæjarstífla (1920-29) og þrýstivatnspípa (lögð 1978 í stað pípu sem lögð var árið 1920), stöðvarstjórahús Elliðaárvirkjunar í Elliðaárdal (1921) - auðkenni: 204-4088, smiðja/fjós (1921) - auðkenni: 204-4086 og 204-4083, hlaða (1932-33) - auðkenni: 204-4087, straumskiptistöð/aðveitustöð (reist 1937 eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar arkitekts, án síðari tíma viðbygginga) - auðkenni: 204-4080.