Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Laugavegur 3, Baldursgötureitur 1, Urðarstígur 11A, Kaplaskjól, Sætún 1, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Vesturbrún 16, Suðurgata 18, Aðalstræti 6, Skipulagsráð, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Bergstaðastræti 52, Suðurlandsbraut 6, Tryggvagata 22, Mosfellsbær, aðalskipulag 2011-2030, Úlfarsfell, Hólmsheiði, Bókhlöðustígur 2A, Elliðaárvirkjun - mannvirki, Klapparstígur 7E, Vesturgata 2*, Vesturvallareitur 1.134.5, Laufásvegur 68, Bankastræti 12, Laufásvegur 70, Þingholtsstræti 18, Úlfarsfell, Fiskislóð 11-13, Fossvogsdalur, stígar, Fegrunarviðurkenningar 2012, Úlfarsbraut, Íþróttasvæði Fram, Kjalarnes, Saltvík, Kirkjuteigur 21, Einholt-Þverholt, Blikastaðavegur 2-8,

Skipulagsráð

282. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 09:10, var haldinn 282. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Torfi Hjartarson, Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson, Marta Grettisdóttir, Margrét Þormar, Björn Ingi Edvardsson og Björn Axelsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13, 20, 27 júlí og 3, 10 og 17. ágúst 2012.



Umsókn nr. 120260 (01.17.10)
021249-3199 Þorsteinn Haraldsson
Sogavegur Melbær 108 Reykjavík
2.
>Laugavegur 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Þorsteins Haraldssonar dags. 13. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 3 við Laugaveg. Í breytingunni felst að fella niður kvöð um gönguleið, samkvæmt uppdrætti Gullinsniðs ehf. dags. 1. júní 2012. Einnig er lagt fram samþykki eiganda að Hverfisgötu 18 dags. 7. júní 2012.

Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Skipulagsráð telur að gönguleiðir og bakgarðar sem liggja milli Laugavegs og Hverfisgötu geti verið verðmæt almenningsrými. Af þeim sökum telur ráðið óæskilegt að slíkum leiðum verði lokað. Af sömu ástæðum er þeim tilmælum beint til lóðarhafa að hafa umrædd undirgöng opin á daginn en að þeim verði lokað með gegnsæu járnhliði á nóttinni.



Umsókn nr. 120265 (01.18.63)
3.
Baldursgötureitur 1, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 30. maí 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Baldursgötureits 1 vegna lóðanna nr. 32 og 34 við Baldursgötu. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir kjallara í húsunum. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júní til og með 5. júlí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Aðalheiður Borgþórsdóttir dags. 9. júní 2012. og Aðalheiður Borgþórsdóttir og Sigfinnur Mikaelsson dags. 2. júlí 2012, Lára V. Júlíusdóttir og Þorsteinn Haraldsson dags. 3. júlí 2012 , Guðríður Jóhannesdóttir og Kristín Óladóttir dags. 4. júlí 2012, Sigurður Örn Hilmarsson f.h. eigenda að Baldursgötu 33 dags. 5. júlí 2012 og Hjalti Ástbjartsson f.h. Heimsborga dags. 5. júlí 2012. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Björgu Elínu Finnsdóttur dags. 21. júlí 2012 og Valgerði Gunnarsdóttur og Bjarna Daníelssyni dags. 7. ágúst 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. ágúst 2012.

Fallið er frá að samþykkja þá breytingu á deiliskipulagi sem auglýst var með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.

Jórunn Frímannsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 120249 (01.18.65)
210863-3629 Snorri Birgir Snorrason
Urðarstígur 11a 101 Reykjavík
4.
Urðarstígur 11A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Snorra B. Snorrasonar dags. 24. maí 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.5 vegna lóðarinnar nr. 11A við Urðarstíg. Í breytingunni felst að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt uppdrætti Teikningar.is dags. 22. maí 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júní til og með 5. júlí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Georg Heide og Hilda Birgisdóttir dags. 4. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. ágúst 2012.

Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 120236 (01.52.3)
5.
Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 18. maí 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að aðkoma að lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli verður um göngustíg milli Meistaravalla og Víðmels, en ekki er gert ráð fyrir að ekið verði að húsunum, gert er ráð fyrir að húsin nr. 116 og 118 við Hringbraut verði flutt á lóðirnar samkvæmt uppdrætti dags. í maí 2012. Heimilt verður að byggja lítil skýli utan byggingarreita, t.d. fyrir reiðhjól og garðverkfæri í samráði við skipulagsyfirvöld. Tillagan var auglýst frá 18. júní til 30. júlí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Erik Hirt dags. 11. júlí 2012, Jónína Ólafsdóttir f.h. 41 íbúa við Víðimel dags. 30. júlí 2012 og Árni Þór Vésteinsson f.h 38 íbúa við Meistaravelli 5 og 7 dags. 31. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2012.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2012.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Frímannsdóttir og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 120346 (01.21.62)
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
561000-2550 Húsfélagið Sætúni 1
Sætúni 1 105 Reykjavík
6.
Sætún 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju umsókn THG arkitekta f.h. húsfélagsins Sætún 1, dags. 13. júlí 2012, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestri vegna lóðar nr. 1 við Sætún skv. uppdrætti, dags. 10. júlí 2012. Breytingin gengur út á að sá hluti byggingarinnar sem liggur samsíða Borgartúni verði framlengdur til vesturs, byggt verði ofan á núverandi norðurhús og bílakjallari verði lengdur til vesturs.

Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 10:20, Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum á sama tíma, þá var einnig búið að samþykkja mál nr. 11 á fundinum.

Frestað.

Umsókn nr. 44003
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 692 frá 17 júlí 2012, fundargerð nr. 693 frá 24. júlí, fundargerð nr. 694 frá 31. júlí, fundargerð nr. 695 frá 14. ágúst ásamt fundargerð nr. 696 frá 21. ágúst.



Umsókn nr. 44599 (01.38.020.8)
091270-5449 Þórdís Rós Harðardóttir
Flyðrugrandi 20 107 Reykjavík
8.
Vesturbrún 16, Endurnýjun á BN042892
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nyju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2012 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038832 og BN042892 þar sem farið var fram á að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10. september 1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún. Grenndarkynning stóð frá 28. júní til og með 26. júlí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hlíf Káradóttir, dags. 26. júní 2012.
Gjald kr. 8.500 Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. ágúst 2012.



Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 3. ágúst 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 44829 (01.16.120.3)
260654-7999 Guðni Ásþór Haraldsson
Suðurgata 18 101 Reykjavík
9.
>Suðurgata 18, Bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi og staðsetja fjögur bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu. Einnig er lagt fram bréf Sveins Magnússonar og Kristínar Bragadóttur dags. 6. ágúst 2012 ásamt þinglýstu samkomulagi um notkun stígs milli húsanna á lóðunum nr. 18 og 22 við Suðurgötu frá 19. febrúar 1985.
Umsögn skipulagsstjóra, vegna fyrirspurnarerindis SN120095, dags. 21. maí 2012 fylgir erindinu.
Bréf eigenda hússins ásamt samþykki þeirra dags. 3. júlí 2012 fylgir erindinu.
Samþykki eigenda Suðurgötu 20 og Suðurgötu 22 (vantar einn, sjá athugasemdir) dags. 6. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500


Frestað.

Umsókn nr. 120376 (01.13.65)
510907-0940 Reitir I ehf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
10.
Aðalstræti 6, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Reita I ehf. dags. 15. maí 2012 um að hækka þak hússins á lóðinni nr. 6 við Aðalstræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. ágúst 2012.

Neikvætt.
Ekki er fallist á að breyta húsinu í samræmi við fyrirspurnina.


Umsókn nr. 120383
11.
Skipulagsráð, tillaga varðandi dagsektir.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur dags. 22. ágúst 2012
" Óskað er eftir að á næsta fundi skipulagsráðs verð lögð fram skýrsla um yfirstandandi dagsektir sem byggingarfulltrúi hefur lagt á eigendur húsa sem talin hafa verið í niðurníðslu. Upplýst verði um einstakar dagsektir, hvort brugðist hafi verið við og hvar ekki og einnig þá upphæð sem einstakar dagsektir eru komnar í"

Samþykkt.

Umsókn nr. 120319
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Betri Reykjavík, Göngubrú milli Gunnarsbrautar og Eskihlíðar
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 29. júní 2012 "Göngubrú milli Gunnarsbrautar og Eskihlíðar" ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Erindið framsent til Umhverfis- og samgönguráðs.

Umsókn nr. 120368
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Betri Reykjavík, Björgum Ingólfstorgi
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. júlí 2012 " Björgum Ingólfstorgi" ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Hugmyndinni vísað í fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu á svæðinu.

Umsókn nr. 120330 (01.18.6)
080464-7899 Einar Sörli Einarsson
Laugarnesvegur 92 105 Reykjavík
14.
Bergstaðastræti 52, málskot
Lagt fram málskot Einar Sörla Einarssonar dags. 8. júlí 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 29. júní 2012 um að útbúa tvær íbúðir þar sem áður var tannlæknastofa á jarðhæð hússins á lóðinni nr. 52 við Bergstaðastræti. Einnig er lagt fram bréf Einars Sörla Einarssonar dags. 16. ágúst 2012.
Eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 28. júní 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 120303
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
571201-7390 Húsfélagið Suðurlandsbr 6-framh
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
15.
Suðurlandsbraut 6, málskot
Lagt fram málskot dags. 21 júní 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 varðandi stækkun 7. hæðar hússins á lóðinni nr. 6 við Suðurlandsveg og byggingu svala á vesturgafli.

Frestað

Umsókn nr. 120333 (01.14.00)
590902-3730 Eik fasteignafélag hf.
Sóltúni 26 105 Reykjavík
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
16.
Tryggvagata 22, málskot
Lagt fram málskot Eikar fasteignafélags hf. dags. 9. júlí 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 20. apríl 2012 varðandi stækkun hússins nr. 22 við Tryggvagötu ásamt færslu á svölum, samkvæmt uppdrætti Plúsarkitekta dags. 23. mars 2012. Einnig er lagt fram samþykki nágranna dags. 5. maí 2012.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:43

Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 20. apríl 2012 staðfest.

Páll Hjaltason vék af fundi, Hjálmar Sveinsson tók við stjórn fundarins við umfjöllun málsins.


Umsókn nr. 120237
470269-5969 Mosfellsbær
Þverholti 2 270 Mosfellsbær
17.
Mosfellsbær, aðalskipulag 2011-2030, forkynning
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar dags. 22. maí 2012 varðandi tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Mosfellsbæjar fyrir árabilið 2011-2030. Með bréfinu fylgir greinargerð og umhverfisskýrsla dags. 2. maí 2012, þéttbýlisuppdráttur, maí 2012 og sveitarfélagsuppdráttur, maí 2012. Um er að ræða forkynningu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. júlí 2012.

Umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. júlí 2012 samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 120314 (02.6)
470269-5969 Mosfellsbær
Þverholti 2 270 Mosfellsbær
18.
Úlfarsfell, aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni
Lagt fram bréf umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, dags. 22. júní 2012, vegna svohljóðandi bókunar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar þann 21. júní s.l.
¿Sameiginlegar tillögur umhverfissviðs Mosfellsbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni a Úlfarsfelli kynntar. Umhverfisnefnd leggur til að gerður verði samningur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur um umferð og umgengni á Úlfarsfelli¿ Einnig er lögð fram sameiginleg yfirlýsing Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 6. júní 2012 um skipulag og umgengni á Úlfarsfelli

Yfirlýsing Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 6. júní samþykkt

Umsókn nr. 120329 (05.8)
601210-1340 Velferðarráðuneytið
Tryggvag Hafnarhúsi 150 Reykjavík
19.
Hólmsheiði, endurskoðun á staðfestingu umhverfisráðherra
Lagt fram bréf Velferðarráðuneytisins dags. 29. júní 2012 þar sem tilkynnt er að velferðarráðherra hafi verið settur til að fara með mál vegna endurskoðunar á staðfestingu og auglýsingum umhverfisráðherra vegna þriggja mála við Hólmsheiði.



Umsókn nr. 44871 (01.18.300.3)
20.
Bókhlöðustígur 2A, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 3. júlí 2012, ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14. júní 2012 og 21 júní 2012, að friða spennistöð við Bókhlöðustíg 2A (auðkenni 200-6533). Um heildarfriðun hússins er að ræða.



Umsókn nr. 44874
21.
Elliðaárvirkjun - mannvirki, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 3. júlí 2012, ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14. júní 2012 og 21 júní 2012, þar sem ráðherra hefur samþykkt tillögu Húsafriðunarnefndar um heildarfriðun eftirtalda mannvirkja sem tilheyra Elliðaárdal. Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal (1920-21) - auðkenni: 204-4089, Elliðavatnsstífla (1924-28), Árbæjarstífla (1920-29) og þrýstivatnspípa (lögð 1978 í stað pípu sem lögð var árið 1920), stöðvarstjórahús Elliðaárvirkjunar í Elliðaárdal (1921) - auðkenni: 204-4088, smiðja/fjós (1921) - auðkenni: 204-4086 og 204-4083, hlaða (1932-33) - auðkenni: 204-4087, straumskiptistöð/aðveitustöð (reist 1937 eftir teikningum Sigurðar Guðmundssonar arkitekts, án síðari tíma viðbygginga) - auðkenni: 204-4080.


Umsókn nr. 44873 (01.15.220.1 19)
22.
Klapparstígur 7E, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 3. júlí 2012, ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14. júní 2012 og 21 júní 2012, að friða spennistöð við Klapparstíg 7E (auðkenni 200-3174). Um heildarfriðun hússins er að ræða.


Umsókn nr. 44872 (01.14.000.7)
23.
Vesturgata 2*, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 3. júlí 2012, ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14. júní 2012 og 21 júní 2012, að friða spennistöð við Vesturgötu 2* (auðkenni 200-2583). Um heildarfriðun hússins er að ræða.



Umsókn nr. 120355 (01.13.45)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24.
Vesturvallareitur 1.134.5, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2012 ásamt kæru, dags. 13. júlí 2012, vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 11. apríl 2012 að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturvallareit.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 120043 (01.19.72)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25.
Laufásvegur 68, kæra 2/2012, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2012 ásamt kæru dags. 9. janúar 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis vegna Laufásvegar 68. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 19. mars 2012. Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. júlí 2012 ásamt frekari rökstuðningi kæranda, dags. 1. maí 2012.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 120214 (01.17.12)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Bankastræti 12, kæra 40/2012, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. maí 2012 ásamt kæru dags. 2. maí 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir svölum og sorpgerði við húsið á lóð nr. 12 við Bankastræti. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. ágúst 2012.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 120356 (01.19.73)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
27.
Laufásvegur 70, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. júlí 2012, vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti til mannvirkjagerðar í bakgarði lóðar nr. 70 við Laufásveg. Einnig er farið fram á stöðvun framkvæmda. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 1. ágúst 2012.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 120360 (01.18.00)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
28.
Þingholtsstræti 18, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. júlí 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 29. maí 2012 að veita byggingarleyfi fyrir endurbótum á húsinu við Þingholtsstræti 18 (á lóð Menntaskólans í Rvík við Lækjargötu) án grenndarkynningar. Þess er krafist að byggingarleyfið sé fellt úr gildi þar sem um meiri háttar breytingar á útliti hússins sé að ræða og enn fremur er krafist stöðvunar framkvæmda nú þegar. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 26. júlí 2012.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 120338 (02.6)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
29.
Úlfarsfell, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. júní 2012, vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir fjarskiptamannvirki á Úlfarsfelli og krafa um stöðvun byggingarframkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. júlí 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 120206 (01.08.91)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
30.
Fiskislóð 11-13, kæra 35/2012, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 24 apríl 2012 þar sem kærð er samþykkt byggingaráforma um uppsetningu tveggja millilofta o.fl. í Húsinu að Fiskislóð 11-13. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 22. maí 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. júlí 2012. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 120269
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
31.
Fossvogsdalur, stígar, kæra 50/2012, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. júní 2012 ásamt kæru dags. 29.maí 2012 þar sem farið er fram á úrlausn um leyfisskyldu framkvæmda framan við lóðina nr. 14 við Láland. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. júlí. Úrskurðarorð: Uppsetning æfingar- og líkamsræktartækja þeirra er um ræðir í máli þessu telst ekki byggingarleyfisskyld.



Umsókn nr. 120301
32.
Fegrunarviðurkenningar 2012, tillögur 2012
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. júlí 2012 varðandi samþykkt borgarráðs frá 12. júlí 2012 á tilnefningum til viðurkenninga árið 2012 fyrir endurbætur á eldri húsum og lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja.



Umsókn nr. 120082 (02.6)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
33.
Úlfarsbraut, Íþróttasvæði Fram, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. júlí 2012, um samþykkt borgarráðs 5. s.m. vegna breytts deiliskipulags fyrir íþróttasvæði Fram við Úlfarsbraut.



Umsókn nr. 120321 (33.5)
260978-5789 Atli Jóhann Guðbjörnsson
Flétturimi 5 112 Reykjavík
600667-0179 Stjörnugrís hf
Vallá 116 Reykjavík
34.
Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. júlí 2012 um samþykkt borgarráðs 26. júlí 2012 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Saltvík á Kjalarnesi.



Umsókn nr. 120299 (01.36.11)
260448-4129 Erlendur Jónsson
Seljugerði 7 108 Reykjavík
491006-1960 Teiknilist ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
35.
Kirkjuteigur 21, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. júlí 2012, um samþykkt borgarráðs 5. s.m. vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Kirkjuteigi 21.



Umsókn nr. 120167 (01.24.43)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
36.
Einholt-Þverholt, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júlí 2012 um samþykkt borgarráðs 5. s.m. vegna kynningar á lýsingu á nýju deiliskipulagi á reitnum Einholti-Þverholti.



Umsókn nr. 120280 (02.4)
37.
Blikastaðavegur 2-8, óveruleg breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. júní 2012 um samþykkt borgarráðs 28. júní 2012 vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi fyrir Blikastaðaveg 2-8, Korputorg.