Austurstræti 8

Verknúmer : BN018127

3462. fundur 1998
Austurstræti 8, Sameining lóða
Jón Pálsson, framkvæmdastj. Ármannsfells, óskar eftir samþykki byggingarnefndar til að sameina lóðirnar Austurstræti 8 og Austurstræti 10 og breyta mörkum lóðanna eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti mælingadeildar Reykjavíkurborgar dags. 11. nóvember 1998.
Tillaga að sameiningu lóðanna og breytingu lóðamarka.
Austurstræti 8:
Lóðin er talin 469,3 ferm., lóðin reynist 469 ferm., tekið af lóðinni við Austurstræti 57 ferm., bætt við lóðina við Vallarstræti 4 ferm.
Austurstræti 10:
Lóðin er takin 108,5 ferm., lóðin reynist 109 ferm., bætt við lóðina við Vallarstræti 2 ferm., lóðirnar tvær eru sameinaðar í eina lóð og verður sú lóð, Austurstræti 8-10 527 ferm.
Sjá samþykkt borgarstjórnar 1. október 1987 um deiliskipulag miðbæjarins og staðfestingu félagsmálaráðherra 22. febrúar 1988.
Samþykkt.