Kirkjustræti 12

Verknúmer : BN018115

3466. fundur 1999
Kirkjustræti 12, Þjónustuskáli f Alþingi
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuskála fyrir Alþingi á tveim hæðum með kjallara á lóðinni nr. 12 við Kirkjustræti. Skálinn verður byggður úr gleri, stáli og steinsteypu og tengist 1. og 2. hæð Alþingishúss með glergangi. Í kjallara eru m.a. fjörutíu og tvö bílastæði og 1000 lítra olíutankur.
Stærðir: Kjallari 647,5 ferm., auk 1152 ferm., opinnar bílgeymslu, 1. hæð 359 ferm., 2. hæð 363,5 ferm., samtals 5155 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 128.875
Umsagnir Húsafriðunarnefndar dags. 20. janúar 1999 og 27. janúar 1999, útskriftir úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar 23. nóvember 1998, bréf Sigurðar Einarssonar dags. 23. nóvember 1998, umsögn Árbæjarsafns dags. 6. nóvember 1998, bréf Húsafriðunarnefndar dags. 5. nóvember 1998, greinargerð hönnuða dags. 24. september 1998, Bréf hönnuða dags. 4. febrúar og 8. febrúar 1999, bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 20. janúar 1999, greinargerð hönnuða varðandi val á náttúrusteini dags. 11. febrúar 1999 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki byggingarnefndar varðandi endanlegt val á gleri og klæðningu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Formaður byggingarnefndar bókað:
Líklegt er að fáar ef þá nokkrar byggingar seinni tíma eigi eftir að fá aðra eins gagnrýni og fyrirhuguð bygging þingmannaskála við Alþingishúsið. Aðdragandi þessa húss er orðinn langur og margir komið að ákvarðanatöku s.s. hvað varðar staðsetningu, byggingarmagn, nýtingu, útlit og aðgengi svo eitthvað sé nefnt. Innan byggingarnefndarinnar er eins og út í þjóðfélaginu skiptar skoðanir um marga þætti þessa húss. Byggingarnefnd hefur komið þeim ábendingum á framfæri til hönnuðar og hefur hönnuður gert breytingar að ósk nefndarinnar, auk þess sem hann hefur fært rök fyrir þeim atriðum sem hann vill halda óbreyttum. Fyrir byggingarnefnd liggja álitsgerðir Húsafriðunarnefndar, arkitekts hússins og er það sammerkt með þeim að ekki er ágreiningur um húsið í heild sinni eða stíl þess, heldur fyrst og fremst um einstök útlitsatriði og efnisval.


3462. fundur 1998
Kirkjustræti 12, Þjónustuskáli f Alþingi
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuskála fyrir Alþingi á tveim hæðum með kjallara á lóðinni nr. 12 við Kirkjustræti. Skálinn verður byggður úr gleri, stáli og steinsteypu og tengist 1. og 2. hæð Alþingishúss með glergangi. Í kjallara eru m.a. 22 bílastæði og 1000 lítra olíutankur.
Stærðir: Kjallari 444,5 ferm. og 694,5 ferm. opin bílgeymsla, 1. hæð 359 ferm., 2. hæð 363,5 ferm., samtals xx rúmm.
Gjald kr. 2.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.