Viðarás 69

Verknúmer : BN018025

3464. fundur 1999
Viðarás 69, Lagt fram bréf
Lagt að nýju fram bréf Emmu Axelsdóttur dags. 29. október 1998 vegna deilu um frágang á lóðamörkum milli Viðarás 69 og 29, jafnframt minnispunktar Borgarskipulags dags. 4. desember 1998 og minnisblað byggingarfulltrúa dags. 7. desember 1998.
Málinu fylgir umsögn gatnamálastjóra dags. 7. janúar 1999 svo og bréf lóðarhafa í Viðarási 29A dags. 4. janúar 1999.
Af þeim gögnum sem fyrir liggja er ljóst að girðing og heitur pottur á sérnotahluta lóðar í Viðarási 69 er að hluta inni á lóð Viðaráss 29A.
Byggingarfulltrúa falið að gera lóðarhafa í Viðarási 69 grein fyrir málinu og sjá til þess að mannvirki hans verði staðsett innan lóðarmarka í samræmi við lög og reglur.


3462. fundur 1998
Viðarás 69, Lagt fram bréf
Lagt að nýju fram bréf Emmu Axelsdóttur dags. 29. október 1998 vegna deilu um frágang á lóðamörkum milli Viðarás 69 og 29, jafnframt minnispunktar Borgarskipulags dags. 4. desember 1998 og minnisblað byggingarfulltrúa dags. 7. desember 1998.
Frestað.
Til frekari skoðunar og umsagnar gatnamálastjóra og lóðarhafa aðliggjandi lóðar.


3461. fundur 1998
Viðarás 69, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Emmu Axelsdóttur, Viðarási 69, dags. 29. október 1998 með ósk um úrskurð í deilu vegna frágangs í lóðarmörkum milli Viðarás 69 og 29.
Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa.