Hólmgarður 66

Verknúmer : BN017052

3451. fundur 1998
Hólmgarður 66 , Klæðning
Sótt er um leyfi til þess að setja nýjar dyr á 1. hæð í suður og klæða með standandi prófílklæðninu útveggi hússins á lóðinni nr. 66 við Hólmgarð.
Gjald kr. 2.500
Úttekt á ástandi útveggja dags. 9. júní 1998 og samþykki meðlóðarhafa (á teikninu) fylgir erindinu.
Synjað.
Með vísan til gr. 5.1.3.4. í byggingareglugerð nr. 177/1992 með síðari breytingum, en þar segir: "Við endurnýjun á ytra byrði gamalla húsa, skal leitast við að nota sama eða álíka efni og upphaflega var notað."
Sú klæðning sem umsóknin gerir ráð fyrir fellur illa að formi og byggingarlagi hússins og hverfisins sem heildar.