Aðgengismál í Reykjavík
Verknúmer : US160160
151. fundur 2016
Aðgengismál í Reykjavík, stýrihópur
Lögð fram eftirfarandi tillaga tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata frá fundi borgarstjórnar 1. mars 2016: "Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur sem marka skal heildstæða stefnu um aðgengismál í Reykjavík. Í hópnum sitji fulltrúar úr mannréttindaráði, umhverfis- og skipulagsráði og ferlinefnd fatlaðs fólks en með hópnum vinni starfsfólk frá mannréttindaskrifstofu, umhverfis- og skipulagssviði og velferðarsviði. Starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. desember 2016".
Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að skipa fulltrúa Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísla Garðarsson og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur í stýrihóp sem marka skal heildstæða stefnu um aðgengismál í Reykjavík.