Götuþvottur

Verknúmer : US160092

145. fundur 2016
Götuþvottur, tillaga Framsóknar og flugvallarvina
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. apríl 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. apríl 2016 að vísa svohljóðandi tillögu Framsóknar og flugvallarvina um götuþvott til umhverfis- og skipulagsráðs: " Framsókn og flugvallarvinir leggja til að götur borgarinnar verði þrifnar nú með sama hætti og verið hefur undanfarin ár og því verði fallið frá samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs þess efnis að þvo ekki húsagötur eftir veturinn."
Greinargerð: Hætta er á að fjöldi barna og fullorðinna sem eiga við ýmsa öndunarsjúkdóma að stríða, svo sem asma og lungnasjúkdóma, muni finna fyrir vaxandi óþægindum vegna aukinnar loftmengunar og svifryks yfir hættumörkum í miklum þurrki og vindi verði götuþvottinum sleppt. Einnig má búast við að þessir einstaklingar muni lenda í auknum lyfjakosnaði vegna þessa. Ljóst er að 3,5 milljónir króna muni sparast með að sleppa því að þrífa húsagötunnar með vatni. Framsókn og flugvallarvinir telja að til þess að ná að fjármagna þvottinn megi til dæmis fækka utanlandsferðum kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar. Hrein torg fögur borg.

Frestað.


144. fundur 2016
Götuþvottur, tillaga Framsóknar og flugvallarvina
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. apríl 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. apríl 2016 að vísa svohljóðandi tillögu Framsóknar og flugvallarvina um götuþvott til umhverfis- og skipulagsráðs: " Framsókn og flugvallarvinir leggja til að götur borgarinnar verði þrifnar nú með sama hætti og verið hefur undanfarin ár og því verði fallið frá samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs þess efnis að þvo ekki húsagötur eftir veturinn."
Greinargerð: Hætta er á að fjöldi barna og fullorðinna sem eiga við ýmsa öndunarsjúkdóma að stríða, svo sem asma og lungnasjúkdóma, muni finna fyrir vaxandi óþægindum vegna aukinnar loftmengunar og svifryks yfir hættumörkum í miklum þurrki og vindi verði götuþvottinum sleppt. Einnig má búast við að þessir einstaklingar muni lenda í auknum lyfjakosnaði vegna þessa. Ljóst er að 3,5 milljónir króna muni sparast með að sleppa því að þrífa húsagötunnar með vatni. Framsókn og flugvallarvinir telja að til þess að ná að fjármagna þvottinn megi til dæmis fækka utanlandsferðum kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar. Hrein torg fögur borg.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu rekstur og umhirðu borgarlands.