Göngugötur
Verknúmer : US150226
123. fundur 2015
Göngugötur, tímabundin lokun vegna hátíðarinnar Icelandic Airwaves
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, verkefnisstjóra borgarhönnunar, dags. 15. október 2015 um að að Laugavegur, frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtstrætis, og Skólavörðustígur, frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Bankastræti, verði tímabundið gerð að göngugötusvæði dagana 4-8. nóvember 2015 vegna hátíðarinnar Icelandic Airwaves.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson samþykkja framlagða tillögu
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afreiðslu erindisins. .
Vísað til borgarráðs