Tillaga umhverfis og skipulagsráðs varðandi landnotkunarheimildir

Verknúmer : US150197

118. fundur 2015
Tillaga umhverfis og skipulagsráðs varðandi landnotkunarheimildir, landnotkunarheimildir í miðborg Reykjavíkur
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfsi- og skipulagsráðs
"Umhverfis- og skipulagssviði er falið að leita leiða til að takmarka breytingar á landnotkunarheimildum í miðborg Reykjavíkur til að koma í veg fyrir að íbúðir víki fyrir gistirýmum. Er það rökrétt framhald af kvótasetningu á hlutfall gistirýma af heildarfermetrafjölda í deiliskipulagi Kvosarinnar. Umhverfis- og skipulagssvið skili tillögum þar að lútandi til umhverfis- og skipulagsráðs."

Frestað.

120. fundur 2015
Tillaga umhverfis og skipulagsráðs varðandi landnotkunarheimildir, landnotkunarheimildir í miðborg Reykjavíkur
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs
"Umhverfis- og skipulagssviði er falið að leita leiða til að takmarka breytingar á landnotkunarheimildum í miðborg Reykjavíkur til að koma í veg fyrir að íbúðir víki fyrir annari starfssemi. Er það rökrétt framhald af kvótasetningu á hlutfall gistirýma af heildarfermetrafjölda í deiliskipulagi Kvosarinnar. Umhverfis- og skipulagssvið skili tillögum þar að lútandi til umhverfis- og skipulagsráðs."

Samþykkt.
Vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa.