Einarsnes
Verknúmer : US150104
106. fundur 2015
Einarsnes, tillaga Sjálfstæðisflokksins varðandi framkvæmdir við Einarsnes
Lagður fram tölvupóstur Harðar H. Guðbjörnssonar f.h. Hverfisráðs Vesturbæjar vegna samþykktar Hverfisráðs Vesturbæjar frá 9. apríl 2015 á svohljóðandi tillögu Sjálfstæðisflokksins "Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að kannað verði hvort möguleiki sé á því að setja hitalögn í gangstétt og hjólastíg sem verið er að leggja við Einarsnes. Óskað er eftir því að erindið verði sent til Umhverfis- og skipulagsráðs sem fyrst þar sem framkvæmdir eru í þann mund að hefjast að nýju. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 11. maí 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 11 maí 2015 samþykkt.
105. fundur 2015
Einarsnes, tillaga Sjálfstæðisflokksins varðandi framkvæmdir við Einarsnes
Lagður fram tölvupóstur Harðar H. Guðbjörnssonar f.h. Hverfisráðs Vesturbæjar vegna samþykktar Hverfisráðs Vesturbæjar frá 9. apríl 2015 á svohljóðandi tillögu Sjálfstæðisflokksins "Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að kannað verði hvort möguleiki sé á því að setja hitalögn í gangstétt og hjólastíg sem verið er að leggja við Einarsnes. Óskað er eftir því að erindið verði sent til Umhverfis- og skipulagsráðs sem fyrst þar sem framkvæmdir eru í þann mund að hefjast að nýju.
Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.