Reitur 1.254, Kennaraskóli- Bólstaðahlíð
Verknúmer : US150041
95. fundur 2015
Reitur 1.254, Kennaraskóli- Bólstaðahlíð, tillaga umhverfis- og skipulagsráðs
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs "Umhverfis- og skipulagsráð beinir því til Umhverfis- og skipulagssviðs að undirbúa opinn fund fyrir íbúa og viðeigandi hagsmunaaðila í samstarfi við Hverfisráð Hlíða til að kynna þær tillögur sem uppi eru um uppbyggingu á Þróunarsvæði 33 við Bólstaðahlíð."
Samþykkt með eftirfarandi bókun:.
"Samtök aldraðra fengu lóðarvilyrði fyrir byggingu 50 íbúða á Kennaraháskólalóðinni við Bólstaðarhlíð með samþykkt borgarráðs 3. apríl 2014. Borgarráð samþykkti einnig lóðarvilyrði fyrir byggingu 50 íbúða á vegum Byggingarfélags námsmanna á sama reit á fundi sínum 27. nóvember 2014. Mikilvægt er að hafa samráð við ofangreinda aðila og skipuleggja svæðið í góðri samvinnu við þá, íbúa og aðra hagsmunaaðila."