Grafarvogur

Verknúmer : US150031

95. fundur 2015
Grafarvogur, tillaga hverfisráðs Grafarvogs (USK2015010075)
Lagt fram erindi Heru Hallberu f.h. Hverfisráðs Grafarvogs dags. 29. janúar 2015 vegna samþykktar hverfisráðs Grafarvogs frá 18. nóvember 2014 á eftirfarandi tillögu Trausta Harðarsonar, áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: "Lagt er til að hverfisráð óski eftir því við Umhverfis- og skipulagsráð að málaðar verði gangbrautir/zebrabrautir yfir allar aðalumferðargötur eins og Langarima, Fjallkonuveg og fleiri á leið til allra leikskóla og grunnskóla í Grafarvogi hið fyrsta. Þannig að gangbrautamerkingar verði á sem best er kosið t.d. eins og við Hólabrekkuskóla í Breiðholti eða eins og í nágrannasveitarfélögum."

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.