Umhverfis- og skipulagssvið

Verknúmer : US140155

77. fundur 2014
Umhverfis- og skipulagssvið, aðgengi að úrgangsílátum í Reykjavík
Lögð fram skýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, um aðgengi að úrgangsílátum í Reykjavík.

Þröstur Ingólfur Víðisson yfirverkstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Kynnt.

Fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs bóka: Í tilefni af útkomu skýrslu um aðgengi að úrgangsílátum í Reykjavík hvetur umhverfis- og skipulagsráð íbúa Reykjavíkur til samvinnu við borgina um að bæta aðgengi sorphirðustarfsmanna að sorpílátum. Aðgengi að sorpílátum er allt of víða í borginni mjög erfitt. Það veldur miklu óhagræði, skapar lélegt starfsumhverfi og í sumum tilvikum slysahættu.