Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið

Verknúmer : US140154

111. fundur 2015
Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, heildarendurskoðun
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 15. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um erindi stýrishóps samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2014 og bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. júní 2015.



76. fundur 2014
Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, heildarendurskoðun
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 15. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um erindi stýrishóps samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2014.

Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifsstofustjóri og Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Hrafnkel Proppé svæðisskipulagsstjóri samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynnir.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2014 samþykkt.
Umhverfis- og skipulagsráð áskilur sé rétt til að gera frekari athugasemdir á auglýsingatíma.