Umhverfis- og skipulagssvið
Verknúmer : US140107
68. fundur 2014
Umhverfis- og skipulagssvið, grassláttur 2014
Kynnt áætlun um grasslátt í borgarlandinu sumarið 2014.
Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifstofustjóri umhirðu og rekstur og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Óttarr Guðlaugsson víkur af fundi kl. 11:27.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir bóka: "Umhirða og grassláttur í borgarlandinu hefur verið verulega ábótavant á undanförnum árum. Sláttur hefur hafist of seint og grasið er slegið of sjaldan. Nú eru farnar 2-3 umferðir en áður var slegið allt að fimm sinnum yfir sumartímann. Þá er það áhyggjuefni að úthverfin hafa verið vanrækt þegar kemur að almennri umhirðu. Nú er gert ráð fyrir óslegnum svæðum í borginni t.d. meðfram stórum götum og opnum svæðum s.s. Hringbraut og við Gylfaflöt í Grafarvogi til að auka líffræðilegan fjölbreytaleika að því að sagt er. Við gerum athugasemdir við þessa breytingu og höfum miklar efasemdir um þessa stefnu og áhrif hennar á yfirbragð og ásýnd borgarlandsins. Með þessari nýbreytni er í raun verið að fækka þeim svæðum sem borgin hirðir og það er þjónustuskerðing."
Fulltrúi Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson bóka: "Grassláttur hefur verið aukinn og slætti breytt til þess að draga úr óþægindum vegna frjókorna. Hirða hefur verið stórbætt og einnig hefur umgengni Reykvíkinga batnað. Það er ekki síst fyrir þeirra tilstuðlan að borgin skartar sínu fegursta. Skáldið söng sumarið er tíminn og við teljum að sumarið sé komið - sláttur er farinn af stað og megi lykt af nýslegnu grasi gleðja sem flesta. Með sumarkveðju, fulltrúar Besta flokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna."