Hótel- og gistirými
Verknúmer : US140066
60. fundur 2014
Hótel- og gistirými, Tillaga um stefnu fyrir hóteluppbygginu og stofnun stýrihóps.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 12. mars 2014 var lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs:
"Í miðborgarkafla aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030 kemur fram að gera skuli sérstaka stefnu fyrir hóteluppbygginu áður en ráðist verður í gerð hverfisskipulags fyrir miðborgina. Umhverfis og skipulagsráð leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að vinna þessa stefnu"
Greinargerð fylgir tillögunni.
Umhverfis- og skipulagsráð skipar Björn Axelsson , Harald Sigurðsson og Halldóru Hrólfsdóttur í stýrihóp um Hótel og gistirými.