Hofsvallagata

Verknúmer : US140036

82. fundur 2014
Hofsvallagata, endurhönnun göturýmis
Kynnt drög að endurhönnun göturýmis Hofsvallagötu samkv. uppdrætti Landslags dags. 26. maí 2014.

Kynnt.

71. fundur 2014
Hofsvallagata, endurhönnun göturýmis
Kynnt drög að endurhönnun göturýmis Hofsvallagötu samkv. uppdrætti Landslags dags. 26. maí 2014.

Kynnt.

55. fundur 2014
Hofsvallagata, endurhönnun göturýmis
Kynnt staða hönnunar á breytingum á Hofsvallagötu.



Stefán Finnsson yfirverkfræðingur kynnti.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Óttar Guðlaugsson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu :
Þær breytingar sem gerðar voru á Hofsvallagötu í sumar voru mjög umdeildar og vöktu hörð viðbrögð íbúa. Á fjölmennum íbúafundi í Hagaskóla kom fram að íbúunum fannst breytingarnar misheppnaðar og ljótar. Einnig kom fram að þær hafi meðal annars verið of dýrar og að litadýrð götunnar hefði orðið til þess að börn léku sér frekar við hana og væru því ekki til þess fallnar að auka umferðaröryggi. Á íbúafundinum var þess krafist að götunni yrði breytt aftur í sama horf og ættu fulltrúar íbúa í samstarfi við borgina að útfæra lagfæringar. Þær lagfæringar hafa ekki gengið nógu langt og til að mynda er óskiljanlegt að flæði umferðarinnar hafi ekki verið bætt með að setja í fyrra horf tvær akreinar við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar í stað þess að hjólastígurinn nái alveg að gatnamótunum og taka með því beygjuakreinina til austurs. Í staðinn standa nú hins vegar yfir bráðabirgðaframkvæmdir við götuna sem ekki hafa verið kynntar íbúum. Í öllu ferlinu hefði samráð og upplýsingagjöf til íbúa mátt vera mun betri og brýna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði umhverfis- og skipulagssvið til að halda góðu samstarfi við íbúa um stöðu mála nú og öll framtíðarskref varðandi þessa mikilvægu götu í Vesturbænum.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yeoman. og fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu:
Megin markmið breytinga á Hofsvallagötu var að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi - það markmið náðist. Útlitið var djarft og umdeilt en árangurinn góður. Aðskilnaður gangandi og hjólandi, skýr afmörkun bílastæða og lægri umferðarhraði er lykilstef í skipulagsstefnu borgarinnar og endurspeglaðist í þessum framkvæmdum.
Drög að nýrri og hönnun, sem kynnt var í ráðinu, tekur tillit til reynslu seinasta árs og þess samráðs sem haft hefur verið við íbúa. Talningar og mælingar seinasta árs eru mikilvægt veganesti fyrir næstu skref. Meira samráð verður haft við íbúa í framhaldinu. Það er von okkar og vissa að framkvæmdin verði samfélaginu og hverfinu til framdráttar.