Sorphirða og meðhöndlun úrgangs
Verknúmer : US140006
50. fundur 2014
Sorphirða og meðhöndlun úrgangs, staða sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.
Farið yfir stöðu sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.
Á fundinum var lögð fram eftirfarandi tillaga:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fela sviðinu að vinna tillögur til að auðvelda borgarbúum flokkun, meðhöndlun og nýtingu lífræns úrgangs á eigin vegum þar sem aðstæður eru fyrir hendi. Kannaðir verði kostir þess að standa fyrir námskeiðshaldi, leigu á moltugerðartunnum eða öðrum mögulegum aðgerðum til að koma til móts við borgarbúa. Tillögur verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð til samþykktar fyrir 1. mars 2014.
Tillagan samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir bókuðu: "Í haust hafnaði meirihlutinn beiðni einkafyrirtækis um að bjóða borgarbúum upp á söfnun lífræns úrgangs með þeim rökum að meðhöndlun lífræns úrgangs sé vandmeðfarin og af honum geti stafað ólykt ef hann er ekki meðhöndlaður rétt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu þeirri ákvörðun þar sem um væri að ræða ómálefnalegt vantraust gagnvart hæfni faglegs einkaaðila. Þó að það sé fagnaðarefni að skoða nú kosti þess að treysta borgarbúum til að þeir geti meðhöndlað sinn lífræna úrgang sjálfir, verður óneitanlega fyrri ákvörðun meirihlutans um að treysta ekki einkaaðilum til að sækja lífræna úrganginn til þeirra sem kjósa að meðhöndla hann ekki sjálfir enn óskiljanlegri.