Náttúruvernd
Verknúmer : US140002
49. fundur 2014
Náttúruvernd, Frumvarp um niðurfellingu laga um náttúruvernd
Lagt fram frumvarp til laga um niðurfellingu laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Einnig er lögð fram drög að umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu " Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir frestun á málinu."
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frestun málsins felld með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar og Reynis Sigurbjörnssonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar og Reynis Sigurbjörnssonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur.