Götutré

Verknúmer : US130242

39. fundur 2013
Götutré, endurnýjun í miðborg
Kynning á aðgerðum umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun götutrjáa í miðborg Reykjavíkur.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráði 25. september lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Óskað er eftir að upplýsingar um kostnað við að fella aspir í miðborginni og gróðursetja ný tré í þeirra stað, þar sem það á við, verði lagðar fyrir ráðið áður en framkvæmdir hefjast".
Einnig lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. október 2013.

Þórólfur Jónsson og Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna.




Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir bóka:
"Kostnaður við að fjarlægja aspir í Kvosinni er þegar orðinn 12 milljónir. Nú stendur til að saga niður fleiri tré á sama reit. Áætlaður kostnaður við það eru aðrar 12 milljónir. 24 milljónir hafa þá farið í að saga niður tré í miðborginni. Áðurnefndir fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru ósammála þessari forgangsröðun fjármuna."

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir bóka:
"Áætlun um endurnýjun götutrjáa í miðborg Reykjavíkur var ákveðin með 15 samhljóða greiddum atkvæðum í borgarstjórn 18. Janúar 2011. Endurnýjunin byggir á ítarlegri úttekt garðyrkjustjóra sem sýnir að umræddar aspir eru illa farnar og rótarkerfi þeirra farið að skemma gangstéttir. Verði ekkert að gert gæti það leitt til mikils kostnaðar. Ætlunin er að skipta öspunum út fyrir trjágróður sem hæfir umhverfinu betur."


35. fundur 2013
Götutré, endurnýjun í miðborg
Kynning á aðgerðum umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun götutrjáa í miðborg Reykjavíkur.

Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Óskað er eftir að upplýsingar um kostnað við að fella aspir í miðborginni og gróðursetja ný tré í þeirra stað, þar sem það á við, verði lagðar fyrir ráðið áður en framkvæmdir hefjast".