Umhverfis- og skipulagssvið
Verknúmer : US130150
18. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagssvið, tillaga varðandi upplýsingarskilti á framkvæmdastað.
Lögð fram eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingarinnar.
"Samfylkingin og Besti flokkurinn leggja til að framkvæmdaraðilar, í samráði við byggingarfulltrúa, setji upp upplýsingaskilti þar sem allar meiriháttar framkvæmdir í borginni eru fyrirhugaðar og einnig við framkvæmdir sem að mati byggingarfulltrúa teljast þess eðlis að kynning á framkvæmdum teljist nauðsynleg. Skal þá haft samráð við byggingarfulltrúa um efni og staðsetningu skilta. Sérstök áhersla skal lögð á ítarlega myndræna kynningu og upplýsingatexta á byggingarstað þar sem byggt er í miðborginni. Slíkar upplýsingar skal setja upp á framkvæmdarstað um leið og framkvæmdir hefjast. Jafnframt er lagt til að ósk um uppsetningu slíkra skilta skuli þá bókuð við samþykkt byggingaáforma "
Samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 13:50