Umhverfis og skipulagsráð
Verknúmer : US130079
10. fundur 2013
Umhverfis og skipulagsráð, skýrslur veðurstofu Íslands, Mannvits og Ísor
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur frá fundi 6. mars 2013
" Í drögum að aðalskipulagi sem kynnt voru í borgarstjórn í gær er vísað í veðurmælingar Veðurstofu Íslands á Hólmsheiði en þær eru gerðar í þeim tilgangi að kanna veðurfar og skyggni á heiðinni með tilliti til hugsanlegs flugvallarstæðis. Jafnframt er í drögunum vísað í álit Mannvits á mælingunum. Þessi gögn hafa ekki verið lögð fram og því ekki hægt fyrir kjörna fulltrúa að kynna sér málið og fjalla um það með hliðsjón af öllum gögnum. Óskað er eftir því að Veðurmælingar Veðurstofunnar, álit Mannvits og önnur vinnugögn málsins verði þegar afhent borgarfulltrúum".
Einnig lagðar fram skýrslur Veðurstofu Íslands dags. 2012, skýrsla Ísor varðandi vatnsvernd dags. 1. september 2008, skýrsla Ísor varðandi grunnvatnsmælingar dags. 28. janúar 2013, ásamt minnisblaði Mannvits varðandi veðurfarsmælingar á Hólmsheiði dags. 16. janúar 2013.
Fulltrúi Verkfræðistofunnar Mannvits Þorsteinn Hermannsson kynnti.
9. fundur 2013
Umhverfis og skipulagsráð, skýrslur veðurstofu Íslands, Mannvits og Ísor
Í drögum að aðalskipulagi sem kynnt voru í borgarstjórn í gær er vísað í veðurmælingar Veðurstofu Íslands á Hólmsheiði en þær eru gerðar í þeim tilgangi að kanna veðurfar og skyggni á heiðinni með tilliti til hugsanlegs flugvallarstæðis. Jafnframt er í drögunum vísað í álit Mannvits á mælingunum. Þessi gögn hafa ekki verið lögð fram og því ekki hægt fyrir kjörna fulltrúa að kynna sér málið og fjalla um það með hliðsjón af öllum gögnum. Óskað er eftir því að Veðurmælingar Veðurstofunnar, álit Mannvits og önnur vinnugögn málsins verði þegar afhent borgarfulltrúum.
Frestað.