Tryggvagata 18-18c
Verknúmer : SN170073
183. fundur 2017
Tryggvagata 18-18c, skilmálabreyting vegna gistiheimilis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu varðandi skilmálabreytingu vegna gistiheimilis að Tryggvagötu 18 og 18c.
180. fundur 2017
Tryggvagata 18-18c, skilmálabreyting vegna gistiheimilis
Lagt fram erindi Þormóðs Sveinssonar, mótt. 31. janúar 2017, varðandi skilmálabreytingu dags. 7. febrúar 2017 vegna gistiheimilis að Tryggvagötu 18- 18c.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Páll Hjaltason víkur af fundi undir þessum lið.
620. fundur 2017
Tryggvagata 18-18c, skilmálabreyting vegna gistiheimilis
Lagt fram erindi Þormóðs Sveinssonar, mótt. 31. janúar 2017, varðandi skilmálabreytingu dags. 7. febrúar 2017 vegna gistiheimilis að Tryggvagötu 18.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
Vakin er athygli á að komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.