Kjalarnes, Esjumelar

Verknúmer : SN150253

145. fundur 2016
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg.



142. fundur 2016
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.




130. fundur 2015
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar sf., dags. 2. desember 2015, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.


Fulltrúi Landmótunar Óskar Örn Gunnarsson og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.



Samþykkt að kynna framlagða deiliskipulagstillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

566. fundur 2015
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar sf., dags. 2. desember 2015, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

116. fundur 2015
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð er fram lýsing dagsett 5. maí 2015 vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Um er að ræða 50 hektara stækkun til austurs á núverandi athafnasvæði Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert verður ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 9. júní 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. júní 2015, umsögn skipulagsstofnunar dags. 18. júní 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. júní 2015, umsögn hverfisráðs Kjalarness dags. 23. júní 2015, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitna dags. 24. júní 2015, umsögn Veðurstofu Íslands dags. 24. júní 2015, bréf skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 25. júni 2015, fundargerð hverfisráðs Kjalarness dags. 11.júní 2015 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 25. júní 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2015.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.




551. fundur 2015
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð er fram lýsing dagsett 5. maí 2015 vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Um er að ræða 50 hektara stækkun til austurs á núverandi athafnasvæði Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert verður ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 9. júní 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. júní 2015, umsögn skipulagsstofnunar dags. 18. júní 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. júní 2015, umsögn hverfisráðs Kjalarness dags. 23. júní 2015, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitna dags. 24. júní 2015, umsögn Veðurstofu Íslands dags. 24. júní 2015, bréf skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 25. júni 2015, fundargerð hverfisráðs Kjalarness dags. 11.júní 2015, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 25. júní 2015,

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

110. fundur 2015
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um lýsingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Esjumela á Kjalarnesi.



106. fundur 2015
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð er fram lýsing dagsett 5. maí 2015 vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Um er að ræða 50 hektara stækkun til austurs á núverandi athafnasvæði Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert verður ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar:Skipulagsstofnunar,Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Veðurstofu Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hverfisráðs Kjalarnes og Mosfellsbæjar.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.


537. fundur 2015
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lögð er fram lýsing dagsett 5. maí 20115 vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Um er að ræða 50 hektara stækkun til austurs á núverandi athafnasvæði Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert verður ráð fyrir fjölbreyttu framboða athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs