Höfuðborgarsvæðið, þróunaráætlun 2015-2018
Verknúmer : SN150233
106. fundur 2015
Höfuðborgarsvæðið, þróunaráætlun 2015-2018, afgreiðsla fyrri hluta
Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 21. apríl 2015 þar sem óskað er eftir afgreiðslu Reykjavíkurborgar á tillögu að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, fyrri hluti. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur og Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Evu Indriðadóttur, fulltrúa bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráð.
536. fundur 2015
Höfuðborgarsvæðið, þróunaráætlun 2015-2018, afgreiðsla fyrri hluta
Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 21. apríl 2015 þar sem óskað er eftir afgreiðslu Reykjavíkurborgar á tillögu að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, fyrri hluti.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.