Kirkjusandur
Verknúmer : SN150015
95. fundur 2015
Kirkjusandur, breyting á aðalskipulagi 2010-2030
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. janúar 2015 um samþykkti borgarráðs s.d. á kynningar og umsagnarferli lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Kirkjusands, miðsvæði M6b.
93. fundur 2015
Kirkjusandur, breyting á aðalskipulagi 2010-2030
Lögð fram drög umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. janúar 2015 að lýsingu varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna reits 27, þróunarsvæði nr. 44, Kirkjusandur - miðsvæði M6b. Í breytingunni felst að endurskilgreina mögulegan fjölda íbúða á svæðinu.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og hverfisráðs Laugardals..
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.